Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 9

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 9
H F. I M I R 5 kristnu trúarbrögðuuum undanteknum, kemst í nokkurn sam- jöfnuð viö. Fyrir 80 árum myndaðist þar nýr trúflokkur, sem samsvarar hérumbil alveg únítaratrúnni í kristnu kyrkjunni. Þessi trú- flókkur er nefndur Brahmo Somaj, sem þýðir guðsdýrkenda félagið. Stofnandi þess var hinn nafnkendi Raja Rarn Mohan Roy. Tilgangur hans var aö stofna núflokk, sem væri laus við alla hjátrú og hiö úrelta í landstrúarbrögðunum, eins og þau voru, en þó á þjóðlegum grundvelli. Félagsskapur sá, sem Ram Mohan Roy stofnaði klofnaði í tvent 1865, og var Keshub Chunder Sen leiðtogi þess flokksins sem skUdi sig frá hinum upprunalega félagsskap. Hann var maður stórgáfaður og mælskur, sem hafði tileinkað sér hið bezta úr andlegu lífi Norðurálfunnar og vildi koma á ýmsum félags- legum umbótum á Indlandi. Undir forustu þessara leiðtoga og annara hefir hreyfmgin þroskast og náð stöðugt mein og meiri fótfestu, þó útbreiðslan hafi veriö mjögtakmörkuð. Fylgjendur henuar eru ilestir af mentaðri hluta íbúanna í borgunum. Eitt af einkennum hreyfingarinnar er, að forgöngumenn hennar hafa viljað sameina það bezta af trúarskoðunum sinnar eigin þjóðar og Vesturlanda þjóöanna án þess að taka upp nokkur útlend trúarbrögð. Ymsir af leiðtogum Brahmo Somaj hafa mentast í Ameríku og á Englandi um lengri eða skemri tíma og hafa ferð'ast um til að kynna sér vestræna menningu sem bezt. Nú síðast á frjálstrúarina.nna,.þ.inginu í Berlín í sumar voru þrír full- trúar frá því, sem allir ferðuí ust aö því loknu til Englands og Ameríku til að-kynnast kyrkjulegri starfsemi únítara betur. Fyrir löngu síðan komst á mjög vingjarnlegt samband á milli únítara á Englandi og Ameríku og Brahmo Somaj manna á Indlandi og hefir vináttan aukist eftir því sem hvorir hafa lært aS þekkja aðra betur og séð hvaö skoðanir og markmið eru lík þó þjóðerni og liðin saga séu mjög ólík. T. d. hafa Brahmo Somaj stúdentar verið styrktir til aö sækja tvo af skólum únítara, í Oxford á Englandi og í Meadville Pennsylvanía. Máske aö einhverjum feimnum íslenzkum únítara—og það eru margir ineð því markinu brendir—geti vaxið hugur við aö

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.