Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 13
Kirkjuritið. Vegur krossins. 101 aldir, siðan svndin hófsl á jörðu, og inun vara, unz síðasta sálin, sem liefir risið gegn honum, hverfur aftur til lians. Eina spurningin, sem öll örlög mannkvnsins eru und- ir komin, er þessi: Líður Guð slíka kvöl eða ekki? Líður lieilagur Guð ávalt kvöl vegna synda mannanna? Veld- ur fráhvarf þeirra á vegum syndarinnar lionum sár- uin harmi? Vaeri ,,nei“ rétta svarið, þá fælist í því það, að kær- ieiki Guðs til vor hefði aldrei verið sannur kærleikur eða hann hefði kólnað út. Nú hirtir Guð að.vísu eittlivað af eðli sínu í hverjum uianni. En hann vill einnig hirta það til fulls. Hann lalaði orðið, og orðið var Kristur. Jesús Kristur opin- herar oss til fulls eðli Guðs. Guð er heilagur. Guð er niáttugur. Guð er dýrlegur. Guð er kærleikans Guð. En öllu öðru fremur opinberar Jesús Kristur oss þá stað- reynd, að lieilagur Guð Iíði kvöl sökum synda mann- anna. Þjáning Ivrists sýnir oss það. Lif lians hefir kent oss margt, en æðsti helgidómur þess, sem hefir að geyma endurlausn og sameiningu, er krossinn. Þar er oss sýnd Ijóst og álakanlega sú staðrevnd, að svndirnar valda heilögum Guði kvöl. Þannig er svarað hinu mikla hrópi hjartans. Eina lífsskilyrðinu fyrir hjálpræði manna er fullnægt. Eina endurlausnaraflið, sem vér þekkjum til, er að verki. Mennirnir eiga þess kost að verða sáluhólpnir. Jesús Ivristur gefur oss örugga von um það. Hann var alveg syndlaus, og þó leið liann kvöl. Svo líður Guð sjálfur. Hefði Kristur svndgað, þá hefðu verk hans vald- ið þjáningu hans. En nú þoldi hann saklaus þjáningu og birtir oss skýrt þá staðrevnd, að Guð, liinn mikli andi alheimsins, líður kvöl vegna synda mannanna. Guð kemur þannig til vor á vegi krossins og kallar oss til þess að lialda sömu braut til sín. Sá vegur er eina leiðin, sem liggur frá Guði til mannanna og frá mönnunum aftur til Guðs. Lausleg þýðing eftir Á. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.