Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Kirkjudeilan á Þýzkalandi. 113 þarfir kirkju og GuSs kristni í Þýzkalandi. í fvrra vor voru komnir í þetta samband um 6 þús. presta, en þeir þýzk-kristnu höfðu sin megin um 2 þús., þegar bezt lét, °g þó langtum færri nú, en alls eru um 16 þús. evang- eliskra presta í Þýzkalandi. HvaS vilja prestarnir í neyðarsambandinu? Þeir vilja berjast hinni börðustu baráttu gegn því, að kirkja þeirra sé gerð að pólitiskri stofnun; þeir vilja hindra þá óhæfu, að heil. Ritning sé útskýrð á national-socialistiskan mælikvarða; þeir benda á rússnesku kirkjuna, sem var svo samgróin lceis- arastjórninni gömlu, að hún fylgdi henni i gröfina, og þeir liafa sýnt ótrúlegan þrótt og mikið trúarþrek í því að berjast gegn því, að þýzka mótmælendakirkjan sé bundin national-socialismanum svo, að hún verði síðar nieir að fara í gröfina með honum. Embættamissir, fjár- sektir og fangelsanir hafa beðið þessara presta, þeir bugast ekki, en það verður þeim aldrei fullþakkað, að allri veröld hafa þeir sýnt, að þegar kommúnisminn var lagður að velli og hinn marxistiski socialismi kveðinn i kútinn, bjó enn í kirkjunni sá kraftur, sem greip til vopna gegn þeirri nútímaheiðni, sem nazisminn ætlaði að þröngva inn í hana. Látlaus barátta hófst. Muller myndaði tvisvar kirkju- málaráðuneyti, en varð að leysa bæði upp, og hefir síðan verið einvaldur með sínum samherjum, þangað til nú fyrir skemstu. Hann skipaði 10 undirbiskupa, en befir neyðst til að taka embætti af tveim þeirra síðan, prestarnir og söfnuðurnir sögðu þeim upp lilýðni og hollustu. Einna mest hefir verið deilt um „Aria-grein- ina“ alkunnu, sem útilokar „Ekki-Aria“, þ. e. Gyðinga: Þá sem a. m. k. eiga Gyðing fyrir afa eða ömmu, frá kirkjulegum embættum. Eðlilega neituðu neyðar-sam- bandsprestarnir að útiloka menn af eigin kvnstofni Jesú frá embættum í kirkju lians, þótt margir þeirra viðurkendu ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til þess að halda hreinum hinum þýzka kynstofni og viðurkendu 8

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.