Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 35
Kirkjuritið. Sálmabókarmálið: 123 Þess var ekki að vænta, að sýslumaðurinn ræddi um séra •K>n Þorláksson á Bægisá, eða sálm þann, sem honum er eignað- ur * Viðbætinum. En ekki verður hjá þvi komizt að fara um áann nokkrum orðurn, því að hann er glögt dæmi um það, hvernig farið getur, ef fylgt er þeirri reglu, sem hr. Gísli _ einsson kaliar að „víkja til ýmsu í ]jóðagerðinni“. Þessi sálniur þjóðskáldsins (þýðing að miklu leyti) er að stærð fjöru- liu °g tvær ljóðlínur. Aðeins ein þeirra er rélt, eins og höf. ur'i hana. Iíinar allar, fjörutin og ein, eru rangfærðar. Það skal (ekið fram, að breytingarnar eru ekki allar gerðar með þessari utgáfu. Sálmurinn er fyrst prentaður í Leirárgarðaútgáfunni '801, 0g þar allmikið úr lagi færður, en í þessari útgáfu kast- ar fyrst tólfunum. Og er hér í annað sinn vegið í hinn sama knérunn. Breytingar þessar, sem gerðar eru eftir geðþótta þeirra, rr um hafa fjallað, ganga mjög á víxl, og er víða breytt Ijóð- stöfum og endarími. Þarf naumast að taka það fram, að alt hað, sem fegurst er og skáldlegast i sálminum frá höfundarins hendi, er af honum máð í volki þessu. Ef menn kynnu að rengja hnð, sem hér er sagt, bið ég þá um að lesa sálminn, eins og lún Sigurðsson hefir frá honum gengið í Ijóðasafni skáldsins, Som konr út í Kaupmannahöfn 1843, 2. deild, blaðsíðu 33. 3vo er að sjá, sem hr. Gísla Sveinssyni sé kalt til rithöfunda, <l<'> minsta kosti þeirra, sem á lífi eru. Liggur nærri, að hann !’fri gys áð rithöfundalögum, er hann svo nefnir, „sem gefa uthöfundum og erfingjum þeirra rétt til sinna afurða“, svo að a|tur sé notað orðalag sýslumannsins. Og þegar þessi „meira °g minna hégómlega kynslóð, sem skáld nefnast", espuð upp aí °nnþá verri mönnum en hún er nokkurn tíma sjálf, bannar „ran" og „breytingar“ á sinni „dýrmætu frandeiðslu", J>á geng- Ur fram af sýslumanninum, og hann spyr undrandi: „Til hvers eru mennirnir að yrkja?“ Og til ]>ess að sýna ]>að og sanna, hve hessi voðalega kynslóð er miklu verri en fyrirennarar hennar 1 landinu, segir sýslumaður, að það sé algengt að breyta sálm- um »svo cið betur mætti fara, vegna máls, efnis eða lags. En eng- >nn hefir firzt við það fyr, hvorki lífs eða liðnir“. Þessi stað- hæfing hr. Gísla Sveinssonar, er fyrir þá sök kynlegri en aðr- ar staðhæfingar hans í þessari ritgerð, að menn sjá þegar við lesturinn, að hér er ekki farið með rétt mál. Almenningi er það ennþá kunnugt, hvernig séra Jón Þorláks- son tók á þvi, er sálmum hans var snúið í Leirárgarðaútgáf- unni. Ekki þarf að draga fram kvæði skáldsins um þetta efni, en þau eru bæði mörg og ærið stórorð. En til er vitnisburður Jóns Sigurðssonar í málinu. En því munu allir trúa, er hann

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.