Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 15

Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 15
Kirkjuritið. Oxfordhreyfingin nýja. 103 liaí hennar og undirrót — er í því fólgin, að alt er þann- lagt skilyrðislaust og af lieilum hug Kristi á vald. Baráttunni lýkur þó engan veginn við það. Menn verða að snúa baki við illum venjum og lifnaðarháttuin, bæta fyrir brot, kannast við ávirðingar sínar og hiðja fyrirgefningar á þeim. Þeir verða að láta á móti sjálf- um sér — litillækka sig. Það eru þungar stundir. En af þeim vex máttur, friður og fögnuður, eins og rósir spretta úr rotinni mold. Menn öðlast nýja, undursam- lega rejmslu. Kristur verður þeim sannari og fvllri veru- leiki en áður. Raunar kann þéim enn að sækjast seint, en þeir finna til sigurgleði engu að siður. Freistingar halda að sönnu áfram að faila á og mun svo tii æfiloka, en sumar þeirra missa þrótl sinn, aðrar hverfa. sem áð- ur sóttu á. Það er Kristi að þakka. Hann á þá sjálfa og alt, sem þeir áður töldu sitt, tíma þeirra, hæfileika, sál- argáfur, líkamsþrótt, fjármuni. Öllu á að vera skipað i þjónustu hans. Þeir hælta sjálfir að leggja framtíðar- áætlanir og ætla sér það eitt að fylgja vilja Krists, hversu þungar fórnir sem það kann að kosta. En menn mega ekki einangra sig með trúarreynslu sína. Að visu ætla margir, að hún komi ekki öðrum við, hún sé einkamál þeirra við Guð, en með því móti kom- ast þeir ofskamt að skilja og revna leyndardóma Guðs <)g hjálparráð. Trúarreynslan skýrist og dýpkar, þegar um hana er talað við annan, sem skilur; og það er flest- um nauðsynlegt, til þess að líf þeirra breytist alt til batn- aðar. Ella er hætt við, að stefnubreytingin risti of grunt og ráði ekki fullnaðarúrslitum um æfina. Sá, sem neit- ar öðrum um alla hlutdeild i trúarreynslu sinni, mun aldrei koma lil fulls skilnings. En fari hamx að segja frá henni, þá mun hann koma auga á samfélag, sem máttur Ivrists birtist í, og Kristur verður honum dásam- legur veruleiki. Það er til þorsti eftir samfélagi við Guð og menn, og þeir eru margir, sem liafa fundið þeim þorsta svölun, bæði sinni eigin sál og annara, með því

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.