Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 18
106 Asmundur Guðmundsson: Kirk.juritið. til þess. Fylgismenn Oxfordhreyfingarinnar fara því margir snemma á fætur, fj'r en hversdagsstörfin krefj- ast. Þeir lesa kafla í ritningunni og lnigleiða andleg efni með þakklæti og tilbeiðslu. Þeir hiðja hæna og fela Guði líf sitt og alla breytni daginn, sem er að byrja. Þeir reyna að láta eigingjarnar bvatir sjálfra sín hníga í dá, svo að ekkert skyggi á vilja Guðs, og einsetja sér að fvlgja honum, hversu þung fórn senr þeinr kunni að þvkja i bili. Þeir forðast ekki að hugsa, eins og aust- rænir dultrúarmenn, lieldur beina hugsunum sínum að starfinu fyrir guðsríki, því að Guð stjórnar starfandi huga en ekki aðgerðalausum. Raunar er erfitt stundum að greina í milli eigin hugsana manna og þeirra, sem Guð vekur. En sálin öðlast hæfileika til þess smám- saman, eins og' eyrað lærir við æfingu að þekkja hreina tóna. Rödd samvizkunnar segir, livað sé rétt og hvað xangt, og rödd Guðs í enn æðra skilningi, hvað velja skuli fyrst og fremst af því, sem rétt sé. Svo má prófa það á ýmsa vegu, hvort i raun og veru sé um bendingu Guðs og bandleiðslu að ræða eða ekki. Staðfestir bæn það, biblíulestur, vitrir vinir, vinir, sem andi Guðs stjórnar, vitsmunir og dómgreind manna sjálfra, að- stæður og síðast en ekki sizt samanburður við siðgæð- ishugsjónirnar fjórar, sem Jesús boðaði. Stjórnast það. sem mönnum finst þeir eiga að g'jöra samkvæml vilja Guðs, af einlægni, breinleika, óeigingirni og kærleika? Þá er það frá Guði komið; þá er það i anda Krists. Hvern morgun biðja brautryðjendur Oxfordhrevfing- arinnar á þessa leið: „Guð, við munum liitta marga menn. Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að gjöra? Viltu stýra tungu okkar Ef okkur er ætlað að biðja með þeim. sem eiga i þungu sálarstríði, þá liríf þú lijarta okkar til bæna. Leið þú okkur bvert fótmál og lát okkur öðl- ast hvíld og þrótt við föðurforsjón þína“. Og slikar bænir verða heyrðar; enda er það fegurst að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.