Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 29
Kirkjuritið. Kirkjudeilan á Þýzkalandi. 117 höfuðvígi þeirra þýzk-kristnu, í Sachsen, og varð bisk- upinn þar að leyfa óvígðum mönnum að framkvæma h d. ferming. En í apríl gaf ríkisbiskup út lög, þar sem hann afturkallar fyrirskipanir sínar frá 4. jan., sem áð- ur er getið og mesta andúð vöktu. Enn gaf hann út langafrjádags og páskaboðskap, sem neyðarsambandið hafnaði í apríl og maí voru haldnar tvær miklar játn- inga-synódur, sem sýndu hversu sterk andstaðan við Múller var og hve mikið bar á milli. Þar gætti mjög anda Barths. Skömmu síðar lýsti Hitler yfir því, að hann mundi ekki lengur þola, að kirkjudeilan spilti samlyndi hinnar þýzku þjóðar, og um sama leyti gerði Múller sig líklegan til að svifta alla biskupana embættum til að styrkja einræði sitt, en andstaðan gegn honum harðn- aði enn, þegar samband national-socialistiskra presta í Bayern afneitaði hinum þýzk-kristnu. 1 júní varð Múller að víkja úr embætti varamanni sínum og kallaði saman leiðtoga landskirknanna á fund, þá var svo af honum dregið í svip, að hann bað einn höfuð-andstæðing sinn, Hannoverbiskupinn, að taka sæti í nefnd, sem átti að semja nýja kirkjuskipun; bisk- upinn tók þvi ekki fjarri, en setti ströng skilvrði. 9. júlí var bannað að skrifa opinberlega um kirkjudeiluna, en það bann síðan upphafið. 9. ág. var haldin þýzk-evang- elisk þjóðsynóda. Þar var samþykt að þröngva kirkj- unum i Bayern og Wúrttemberg inn í ríkiskirkjuna. Því mótmælti Meiser biskup ákaft, og þrátt fvrir öll bönn las fjöldi presta upp mótmæli af prédikunarstólum sínum. Um þetta levti hafði i kring um eitt þúsund presta orðið fyrir ofbeldi af hendi ríkisbiskupsins og lians manna. t sept. s. 1. komst enn alt i uppnám, jafnvel meira en áður. Þá átti að þröngva kirkjunum í Bayern, Wúrt- temberg og Hannover loks til fullrar hlýðni. Prestarnir í Hannover styðja sinn biskup hiklaust, þrátt fvrir ákveðnar hótanir þýzk-kristinna. í Wúrttemberg skipar ríkisbiskup fulltrúa sinn, og 14.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.