Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 28
11(5 Jón Auðuns: Kirkjuritið. Fundinum lauk með því, að Hitler tilkynti, að hann veitti ríkisbiskupi fullan stuðning og að eftirleiðis heimt- aði ríkið strangan national-socialistiskan aga af kirkj- unni og í henni. Nú stórversnaði aðstaða kirkjunnar, því að upp frá þessu hlaut liinn kirkjulegi andstöðuflokkur að skoðast sem árásarlið á hið national-socialistiska stjórnarfyrir- komulag, sem vitanlega er lirein vitleysa, þvi að fjöldi hinna kirkjulegu andstæðinga Hitlers eiga með.honum samleið í öðrum þjóðfélagsmálum. Á tveim næstu dög- um voru 50 prestar reknir úr emhættum og Niemöller, formaður neyðarsambandsins, hneptur í fangelsi um stund, og leynilögreglan hrauzt inn i hús lians og gerði bréfasafn hans upptækt. Hér er ekki rúm til að lýsa nákvæmlega öllu því, sem fram fór næstu mánuðina. Enn var fjöldi presta sviftur embættum og sumir fangelsaðir, en andstaðan gegn valdhöfunum innan kirkjunnar óx að sama skapi. Söfn- uðirnir ílestir mótmæltu afsetning presta sinna og höfn- uðu hinum nýju, þýzk-kristnu, hótanir og ofbeldi dugðu ekki og hvaðanæfa úr landinu fóru að berast áskoranir til Mullers um að leggja niður ríkisbiskupstignina tafar- laust, og andstæðingar lians unnu að því leynt og ljóst að einangra hann og flokk lians smámsaman svo, að hann yrði með sinn fámenna flokk að lokum algerlega útilokaður frá lifandi kirkjulegri kristni í landinu. Kirkjudeilan fór nú óðum að færast í það horf, að sá mikli meirihluti kirkjunnar, sem í andstöðu er við ríkisbiskupinn, fór að nefnast „játningakirkjan" eða „játningasveitin“ og fór þá jafnframt að bera æ meira á prófessor Karl Barth í Bonn, þó skiftar séu skoðanir innan „játningakirkjunnar“ um, hve heppileg til fram- búðar fyrir kirkjuna þau áhrif verði, sem hann hefir á hana haft í gegn um þessar miklu deilur. Sökum þess, hve margir prestar voru sviftir embæt- um, fór að verða skortur á þeim sumstaðar, einkum í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.