Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 10
98 J. I\ S. R. Gibson: Kirkjuritiíi. Gleði kærleik- ans og sorg. Líf mannanna verður þá göfugast og sannast, er kærleikurinn sameinar ást- vini, og þótt kærleikurinn liér á jörðu sé ófullkominn og í molum, þá munum vér engu að siður geta lagt hann á hæsta stigi til grundvallar, er vér leit- umst við að skilja tilgang og starf kærleika Guðs. Reynsla skálda og heimspekinga og einnig þeirra, sem eru eins og fólk er flest, hendir sameiginlega á tvo meg- inþætti kærleikans, gleði og sorg. Fullkomnum kær- leika fylgir æfinlega gleði. A sama liátt fylgir sorg kær- leikanum, og stafar hún af því, að kærlekurinn fær ekki notið sín til fulls. Þegar kærleikurinn sameinar tiJ fullnustu, rikir gleðin, en jafnskjótt sem eittlivað varn- ar sameiningu, siðferðilegt eða andlegt, eða fjarvistir aðeins, þá vaknar sorgin. Hvert er eðli þessarar sorgar, og hvernig hirtist liún' Hún er að vissu leyti óvirlv þjáning eða kvöl, sem skilnaðarsársauldnn veldur, en aðallega þó starf og stríð, því að kærleilairinn er elvki aðeins lvyrstæður og þannig fastlieldinn, heldur vill liann leita þess, sem hefir skilist frá lionum, og fórna sér fyrir það til þess að lieimta það aftur. Það eru liöfuðsanuindi i lífinu, að kærleikurinn ann sér engrar lrvíldar, meðan skilnaðurinn stendur; liann vill fara á heimsenda, hann vill leggja lífið í sölurnar, og ekki linna, unz hann liefir fengið það aftur heim, er burt var farið. Sorgarhraut kærleika, sem grúfir að- eins jdir magnþrota liarmi, er blindstræti, en liún er þjóðvegur, þegar kærleikurinn lieldur áfram leit sinni líðandi og stríðandi, og liggur til sameiningar á ný. Þetta er meira að segja eini vegurinn, sem til liennar liggur. Starfandi og stríðandi lværleikur getur einn tengt og' treyst á ný kærleiksböndin, sem slitin liafa verið sundur. Valdi skilnaðurinn kærleikanum engri lirygð, hvernig getur þá sameining aftur átt sér stað? Hirðuleysi eða gremja við skilnaðinn sýnir það, að ekki sé um kærleika að ræða, að ekki muni leitað sam-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.