Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 22
110 Óttist eigi Kirkjuritið. að orði um sína þjóð. Bænir þúsundanna um hand- leiðslu Guðs mundu verða þjóðinni ,,ljós það og líf, sem lyftir oss duftinu frá“. Og síðast en ekki sízt má telja það, að Oxfordhreyfingin er ein af sönnunum þess, að vér getum enn í dag komist í samfélag við sömu eilífð- aröflin, sem birtust í lífi og starfi fyrstu lærisveina Jesú. Heill íslands er undir þvi komin, að þau öfl fái að gagntaka þjóðlíf vort. Ásmundur Guðmundsson. ÓTTIST EIGI — ÞETTA ER HEIMUR GUÐS! „Tímarnir eru örðugir og vér lifum mitt í hringiðunni", segir blaðið „Zions Herald“ (Boston). „Eigum vér fyrir höndum að láta sogast viðnámslaust í djúpið, eða getum vér gerst drotnar örlaga vorra? Hvernig er ástatt? Gömul landamæri eru á hvörf- um og framtiðarlandið ennþá í þoku. í trúarbrögðunum hefir ný þekking og gagnrýni valdið mörgum efasemdum og veikt Iraust margra á gömul gildi. 1 siðgæði er alt á hverfanda hveli og hinar eldri kennisetningar hrynja hver af annari. í mann- félagsmálum virðist hið gamla þjóðskipulag riða á fallanda fæti, og hvarvetna blasir við augum hin mikla óvissa um, hvað taki við. Tákn hinna siðustu tíma birtist í andlegri upplausn, vits- munalegu ráðþroti, iðnkreppum og fjárhagslegum gjaldþrotum. En í stað þess að skelfast yfir ástandinu ættum vér að leitasi við að reyna að öðlast skilning á þessari byltingaöld. Og til þess að skilja rök hennar er vænlegast að athuga hið sögulega baksvið. Oss hættir við því að vera nokkuð þröngsýn. Það er svo erfitt að losna við gömul sjónarmið og gamla hleypidóma. Vér óttumst ný sannindi og erum myrkfælnir við að kynna oss djarflega ný sjónarmið, af því að vér óltumst, að það muni steypa skurðgoðum vorum af stalli. En það er ægilegt að verða að eintrjáningi! Kristinn maður ætti öðrum fremur að halda jafnaðargeði sinu i hringiðu upplauknarinnar. Því að hverju trúir hann? Trúir hann ekki á „Guð, almáttugan skapara himins og jarð ar!“ En þau orð eru mikillar merkingar: Ef til vill er Guð enn þá aö skapa heiminn? Hví skyldum vér óttast, þó að alt breyt- ist og streymi áfram til nýrrar verðandi? Getur það ekki verið, að það sé alvitur og almáttugur Guð, sem er að starfi. Þvi treystum vér honum ekki? Þetta er heimur Guðs“. B. K.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.