Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 17
Kirkjuritið. Oxfordhrej'fingin nýja. 105 inönnum, að þeir verði á veginum til lífsins að veita öðrum hlutdeild i trúarreynslu sinni, þá hvetur hún þá til þess að leita daglega liandleiðslu Guðs i öllum grein- nm. Því að hana er enn að fá engu síður en á poslula- tímabilinu, Heilagur andi sami veruleikinn sem þá. Eins og hann sagði forðum við Filippus trúboða, að hann ^kvldi ganga suður á veginn um óbvgðirnar frá Jerú- salem til Gasa og halda sér að vagni hirðmannsins lrá Rlálandi og flytja honum fagnaðarerindið, og eins og hann hauð Ananíasi að fara inn í hús Júdasar við Beina stræti og sldra Sál, þannig blæs liann enn í dag mönnum því í brjóst, hvað þeir eigi að gjöra, ef þeir aðeins gefa sér tóin til að lilýða á rödd lians. En þeir vita það fæstir né skilja. Þvi að þeim fer flestum eins og manni, sem símar til læknis og lýsir sjúkleika sínum, en leggur svo fi á sér heyrnartólið, áður en læknirinn hefir svar- nð. Og hvernig er þá unt að ætlast tii svars Guðs við bænum sínum, ef alls ekki er beðið eftir því. Þetta er i rauninni liarla ljóst og einfalt mál. Vér heyrum ekki l-aust Guðs, af þvi að vér hlýðum ekki á liana. Guð vill vissulega tala við oss og leiða oss þannig út og inn bæði í stóru og „smáu“, sem kallað er. 1 rauninni er ekl <ert smátt í augum hans. Hann annast í náttúru- heiminum um minsta dýr og minstu jurt og skyldi hann þá siður lála sjer ant um „minstu“ atvikin i lífi mann- anna? Margir sjá það einnig glögt, þegar þeir líta aft- ur yfir liðna æfi, hvernig smáviðburðirnir hafa orðið íið stórviðhurðum. Miklar hurðir opnast oft um smá- ar lijarir, og litil þúfa getur velt þungu lilassi. Guð vakir vfir lifi hvers manns og vill stjórna því að á- kveðnu marki. Þessvegna er alt undir því komið, að rnennirnir læri að þekkja þann vilja og láti stjórnast af honum dag frá degi. Til þess þurfa þeir að eiga sem flestar hljóðar til- beiðslustundir og íhugunar fj'rir augliti Guðs, lielzt daglega. Fvrsta morgunstundin er yfirleitl bezt fallin

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.