Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 36
124 Ólafur Briem: Kirkjuritið. segir. I æfisögu skáldsins, sem prentuð er framan við 2. deild Ljóðab., segir svo á bls. XXXIII: ,,En eftir að hann sá að sálm- um hans var breytt að honum fornspurðum, og stundum á bann hátt, sem hann vildi sízt kosið hafa, þá hlífði hann ekki neinu í kvæðum sinum, og spannst þar út af ein hin snarpasta rimma, sem verið hefir á íslandi". Og á næstu blaðsíðu segir Jón Sigurðsson ennfremur: „En ekki er það kynlegt þó honum rynni til rifja, að sjá engan annan árangur margra ára iðju sinnar enn nokkur sálmvers, snúin á ýmsa vegu af öðrum móti vilja hans og vitund“. Jón Sigurðsson hefir líklega ekki órað fyrir þvi, að þessum breytingum á sálmum jijóðskáldsins yrði haldið áfram í aldir fram. Ég hefi hér að framan drepið á nokkur atriði í vörn hr. Gísla Sveinssonar. Býst ég við, að lesendur sjái nú, að mistök- in á sálmaútgáfu þessari eru ekki svo litil, sem sýslumaðurinn vill vera láta. Vænti ég þess, að hvorki verði sálmabók, né nokk- ur önnur bók í landi voru, gefin út með þeim misfellum, sem hér er um að ræða. Og þá fyrst er tilganginum náð, sem fólg- inn var í samtökunum gegn þessari bók. Hvorki eru viturlegar né af góðum toga spunnar þær raddir, sem heyrzt hafa, og dálítið er alið á í ritgerð herra Gísla Sveinssonar, að j)að hafi verið persónulegur eða pólitískur fjandskapur, eða fjandskapur við kirkju og kristindóm, sem var orsök þessarar deilu, eða réði úrslitum i henni. Því munu engir trúa, sem nokkuð þekkja til þess fólks, sem hér á hlut að máli. Að lokum þakka ég Kirkjuritinu, að það góðfúslega hefir veitt mér rúm fyrir þessar athugasemdir. Jón Magnússon. ATHUGASEMD. Hr. Gísli Sveinsson sýslumaður getur þess í grein, sem hann skrifar í síðasta hefti Kirkjuritsins, að ég hafi kært útgáfu- nefnd Viðbætis við sálmabók fyrir breytingar á sálmum eftir afa minn, Valdimar Briem. Segir sýslumaðurinn, að sú eina breyting sem hér geti verið um að ræða sé, að nefndin hafi á sinum stað sett „elskar“ í stað „einkum“. Þetta er ekki rétt. í Viðbætinum eru fimm afbakanir, sem ég hefi tekið eftir. Meira að segja er rangt með farið i næstu línu á eftir hending-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.