Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 27

Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 27
KirkjuritiS. Kirkjudeilan á Þýzkalandi. 115 Beyer, sem þá var fulltrúi prússnesku kirkjunnar í ráðu- neyti hans. Þessi lög leystu kirkjuna i rauninni undan ,,Aría-greininni“. En rétt fyrir jólin gaus eldurinn upp að nýju, magnaðri en áður. Hin kirkjulegu æskulýðsfé- lög höfðu áður unnið það óhappaverk að gera Múller að verndara sínum, nú lét hann hafa sig til þess að levsa þau upp og innlima þau í Hitlers-æskuna; gremjan varð meiri en áður. Lútersku biskuparnir lýstu yfir því, að þetta væri ólög'legt, þar sem það væri gert gegn vilja þeirra og allra formanna félaganna, en þau sviftu rikis- hiskupinn tafarlaust verndarumboðinu, samband K. F. U. M. í Vestur-Þýzkalandi, með 70 þús. meðlimum, sím- aði Hitler og hað hann að ógilda fyrirskipunina, því að hún væri hvorttveggja í senn ólögleg og óframkvæman- leg, krislileg stúdentafélög, fjöldi guðfræðiprófessor- anna og prestanna sendu mótmæli. Arið 1984 gekk i garð. Hátíðadagana hafði ríkisbisk- npinn notað til að „átta sig“ og 4. jan. gefur hann út ný lög. Hann ónýtir lögin frá 8. des., heimtar aftur fullkomna hlýðni kirkjunnar við „Aría-greinina“ og bannar alla gagnrýni prestanna á kirkjustjórninni og hótar þeim, sem ekki lilýðnast, aðför að lögum: Embætt- ismissi, fjársektum og fangelsunum! Andstæðingarnir svöruðu og brulu bann ríkisbiskups með því að lesa upp í guðsþjónustunum áköf mótmæli gegn hcfnum og heimta samvizkufrelsi. Þetta gerðu um 8500 prestar, og mótmælin enduðu á því, að gegn rikis- biskupnum verði kirkjan að halda fast við þann sann- leik, að framar beri að lilýða Guði en mönnum. Nú var samþvkt af háðum aðiljum að leggja kirkju- deiluna undir dóm Hitlers. Eftirvæntingin var mikil, því að menn bjuggust við, að hann mundi greiða úr mál- unum. 25. jan. tók hann málið fyrir. Fundinn sóttu margir þýzk-kristnir fulltrúar, lútersku biskuparnir þrír áðurnefndu og Niemöller prestur, formaður neyðarsam bandsins, fvrir ríkisins hönd Hitler, Frick og Göhring. 8*

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.