Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 40
128 ERLENDAR FRÉTTIR. Kirkjuritií). Frá Finnlandi. L. J. Ingman erkibiskup í Finnlandi aiulaðist 25. október s.l. (iG ára að aldri. Hann var kjörinn erkibiskup árið 1930, og var þá prófessor í guðfræði við háskólann í Helsingfors. Ingman var glæsimenni og skörungur og gætti áhrifa hans bæði í kirkju- málum og landsmálum. Hann var þingmaður um langt skeið og átti hvað eftir annað sæti í ráðuneyti Finna, ýmist sem for- sætisráðherra eða kensluinálaráðherra. Ingman var ættaður úr sömu sveit og Söderblom erkibiskup Svia, Suðurdölum í Hels- ingjalandi. Svipaði þessum tveim kirkjuhöfðingjum að nokkru saman um glæsimensku, áhrifavald og vinsældir. Eftirmaður Ingmans á erkibiskupsstóli var Erkld Knila skip- aður rétt eftir síðustu áramót. Hann er fæddur 1867, var dócent i Ilelsingfors 1911—1925, en 1925 kjörinn biskup i Viborg. Eftirmaður Jaako Gummerus l)iskups i Tammerfors var .4. E. Lehtonen skipaður á liðnu ári. Hann var áður dócent í Helsingfors. Finnland skiftist i fimm biskupsdæmi, og situr erkibiskup- inn i Ábo. Félagið „Dansk-islandsk Kirkesag“. Formaður þess, í stað Ostenfelds biskups, hefir nú verið kos- inn dr. theol. Michael Neiiendam prófastur, sem mörgum er að góðu kunnur frá heimsókn hans til lands vors fyrir nokkrum árum. Bálstofur í Danmörku. Bálstofum fjölgar óðum í Danmörku síðustu árin, og eru þær nú alls orðnar 14, en þó ráðgjört að bæta við fleirum á næstu árum. Talið er, að af hverjum hundrað likum séu nú 7,6 hrend i Danmörku og að hærri séu aðeins tvö ríki i Norðurálfu, Þýskaland með 8 og Sviss með 12 al' hundraði. Hingað til hafa lík frá íslandi verið flutt til Danmerkur til brenslu, og mun svo verða, unz aðstæður leyfa að fyrirhuguð hálstofa komist hér upp. Er rétt, að mönnum sé hér á landi sem annarsstaðar gefinn kostur á að velja þá útför er þeim geðjast bezt að. Helgisiðabókin nýja gefur leiðbeiningar um það, hvernig útfararathöfn i kirkju eða kapellu fari fram, þegar lík er brent.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.