Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.03.1935, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Oxfordhreyfingin nýja. 107 biðja um handleiðslu Guðs öðrum til hjálpar. Rit hreyf- ingarinnar eru auðug að dæmum um það. Stundum skilja menn það ekki fyr en löngu síðar, að Guð hefir ]eitt þá„ en miklu oftar þreifa þeir þegar á hænheyrslu kans og handleiðslu. Hugsanaleiftur koma skyndilega °g birta þeim, hvað vinna skuli, eða hugsanirnar um l^að streyma hægt og hljóðlega fram úr djúpum sálna þeirra. Rejmsla þeirra ýmsra minnir hæði á orð ritning- arinnar um eldlegar tungur og blíðan vindhlæ. Þeir rita °ft hjá sér það, sem þeir eiga að gjöra um daginn, svo að ekkert skuli gleymast: Þeir eiga að finna vissa menn að máli, skrifa hréf eða framkvæma eitthvað annað, L‘f til vill eiga þeir að játa vfirsjónir sínar við aðra og hæta úr því, sem þeir hafa misgjört. Svo líður dagurinn °g fleiri og fleiri vandamál ber að höndum, og þeim finst Guð vera i verki með sér og heilagur andi kenna ser á hverri stundu, hvað þeir skuli segja. Það er þessi dásamlega handleiðsla Guðs, segja Ox- t ordf lokkarnir, sem stjórnar starfi þeirra bæði á heima- samkomunum og endranær. Og það er hún, sem veitir hverjum einstaklingi mestan og beztan trúarþroska og í’iðgæðis. Eins og heilagur andi hefir vakið hana, þannig leiðir hann hana fram til sigurs. Sömu öfl eru endurrisin ! heiminum, sem voru að verki á postulatimabilinu. Þau *unu leggja hann undir sig. Hrevfingunni skal ekki linna og leiðtogar þjóðanna munu lúta liverir af öðrum úrottinvaldi andans. Að síðustu mun Guð verða alt i öll- um og i öllu. Ályktarorð. A Englandi, þar sem Oxfordhreyfingin liófst, eru dómar mjög misjafnir um hana. Og svo er auðvitað viðar. Annarsvegar er hreyfingunni borið það á brýn. uð hún skreyti sig skrumauglýsingum, kenni mönnum liræsni og yfirborðshátt með því að láta þá segja opin- berlega frá trúarreynslu sinni aftur og aftur í tima og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.