Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1935, Qupperneq 13

Kirkjuritið - 01.06.1935, Qupperneq 13
Kirkjuritið. Forsetar Kirkjufélagsins. 231 Séra Steingrímur Thorláksson. Séra Kristinn K. Ólafsson. inga sína, þegar honum fanst þvi misboðið, sem hann laldi satt vera og. rétt. Hann var alvörumaður, hreinn og beinn, en þó glaðlegur og þýður í viðmóti, brjóstgóður og hjálpsamur við bágstadda, nægjusamur fyrir sjálfan sig, en ör á fé til kirkjulegra þarfa, tryggur í lund og grandvar í öllu dagfari sinu. A heimili hans dvaldi ég fyrstu dagana, sem ég var í Canada, og mun aldrei gleyma þeirri ástúð, sem þau hjónin sýndu mér þá og altaf síðan, meðan þeirra naut við. Það er ekki of mælt, að séra Jón hafi verið bæði mikill maður og góður og prestur af öllu lijarta, enda naut bann í ríkum mæli virðingar og kærleika þess safnaðar, sem liann þjónaði svo lengi, og þeirra Vestur-lslendinga allra, seip ekki voru á öndverðum meiði við hann í trúmálum. Hjörn B. Jónsson var forseti 1908—1921. Hann er fæddur að Asi í Kelduhverfi i N.-Þingeyjarsýslu 19. júní 1870. Sex ára gamall fluttist hann til Vesturheims með foreldrum sínum. Að loknu guðfræðinámi við lúterska

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.