Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 3
Ivirkjuritið. FRIÐUR SÉ MEÐ YÐUR. (Lag: Vertu hjá niér, halla tekur degi). Kom sem geisli kærleikans og friður. Kom og segðu: „Friður sé með yður“. Kom til vor og ljá oss mönnum lið, lífsins herra, við að semja frið. Heyr oss, Jesús Kristur, kristnin biður. Iíom og segðu: „Friður sé með vður“. Stöðva allan vondra vopria klið. Vertu hjá oss, Guð, að semja frið. Hér má kristið kærleiksþel sín miður. Kom og segðu: „Friður sé með yður“. Hér á margur vont að stríða við. Vertu hjá oss, Guð, að semja frið. Hvar, sem það að klaga‘ og kvarta er siður, kom og segðu: „Friður sé með yður“. Reistu veikan, viljalausan styð. Vertu hjá oss, Guð, að semja frið. Þar sem klökt og kramið lijarta biður, kom og segðu: „Friður sé með yður“. Ivom, að þínum forna, sæla sið, sonur Guðs, með huggun, líf og frið. í þeim lióp, sem ekki ríkir friður, altaf segðu: „Friður sé með vður“. Þar sem bróðir bróður hatast við, hjóð þeim, ó minn Guð, að semja frið.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.