Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Laus prestaköll. 221 (Hólar), Sandfell og Þingvellir1) skyldu halda sér. Svo að þá eru aðeins 4 eftir, sem nokkurar horfur eru á, að verði lögð til annara prestakalla, ef málið á enn að koma fyrir Alþingi og fá þar afgreiðslu. Og tvö þeirra að minsta kosli, Stafholl og Háls í Fnjóskadal, liggja mjög ólieppilega við sameiningu. Kirkjustjórnin hefir nú auglýst 3 af lausu prestaköll- unum (Skeggjastaði, Vallanes og Norðfjörð), og er þess að vænla, að hún haldi lengra á þeirri braut, þar sem það er skylda hennar samkvæmt stjórnarskránni að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Þetta ástand, að presta- köllin standi óveitt ár eftir ár, er afleitt, og óviðunandi lengur. Við því er auðvitað ekkert að segja, þótt frest- að sé fullnaðarráðstöfun prestakalla um eitt þing — eða tvö í hæsta lagi, ef fyrir liggur frumvarp um sam- eining þeirra við önnur prestaköll. En nú er sá tími liðinn, og enn standa prestaköllin auð. Eins og eðli- legt er, hefir ekkert tillit verið tekið til frumvarps launamálanefndar um samsteypur lögsagnarumdæma. Lausar sýslur hafa verið auglýstar til umsóknar og veitt- ar. En voru tillögur nefndarinnar um samsteypur presta- kalla — þar sem auk annars gleymdust margar sóknir — stórum viturlegri? Um það má auðvitað altaf deila. En hvað sem því líður, þá er það orðið bert, að söfnuðir þjóðarinnar (þ. e. þjóðin sjálf) vilja ekki þessar miklu samsteypur, prestarnir ekki, meiri hlutd Alþingis heldur ekki. Rök hafa ennfremur verið færð fyrir því, að sam- steypufyrirkomulagið verði þjóðinni sízt kostnaðar- minna og prestar yfirleitt engu hetur settir efnalega. Til hvers eru samsteypurnar þá? Jú, prestarnir verða hetur launaðir eflir en áður, hvað sem þeir sjálfir segja, og þar af leiðandi belri prestar. Samstej'pan á einmitt að vera fvrir þá, til þess að þeir geti losnað við efnahags- áhyggjur og kevpt sér bækur. En ef sömu mennirnir, ]) Úlfljótsvatnssókn leggist þó til Mosfells í Grímsnesi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.