Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 11
Kirkjuritið. Guðshugmynd nútímans. 225 fram í ræðum og ritum allskonar sérkreddumanna og flokka, bera einungis vott um kryplað ímyndunarafl og lakmarkaða skynjun. Jafnvel meðal hinna svokölluðu visinda, sem ætla mætti að betri möguleika liefðu en al- ment gerist, til að skynja „hæð og dýpt“ tilverunnar, er hættan ekki minst á þessu. Efnisvísindin hafa að vísu yfirleitt haft á að skipa mönnum, er aflað hafa sér til- tölulega mikillar þekkingar og góðrar vitsmunalegrar tamningar. En hættan hefir legið í því, að vísindamað- urinn hefir altaf tilhneiging til að einhæfa sig við svo takmarkað viðfangsefni, að hann missir alla stærri yfir- sýn. Auk þess hefir fram á síðustu ár verið mjög rikj- andi meðal vísindamanna sú kredda, sem kölluð hefir verið raunliyggja og er í því fólgin, að viðurkenna helzt <?kki aðra þekkingarleið en þá, sem hægt er að þreifa á, og ekki önnur gildi en þau, sem mæld verða og vegin. Efnishyggja 19. aldarinnar var skilgetið afkvæmi þess- arar stefnu. En menn eru nú óðum að skilja það, að hvorki eru þetta hinar einu hugsanlegu leiðir til þekk- ingar, né nokkurt vit i því, að takmarka lif mannsins eða alheimsins við liin áþreifanlegu verðmæti. Gildi lífs- ins liggur miklu meira utan við hin áþreifanlegu verð- mæti. Af því leiðir, að vér verðum að marka reynsiu- grundvöllinn miklu breiðari, en tíðkast hefir i hinum rétttrúuðu vísindum fram til þessa, og mætti sýna fram a það með mörgum dæmum, að til þessarar niðurstöðu eru riú ýmsir af hinum djúpskygnustu vísindamönnum nútímans komnir og hafa þannig algerlega hafnað liin- i<m orthodoxu vísindum efnishyggjunnar. Nægir í því efni að benda á ummæli liins fræga enska líffræðings J- B. S. Haldane. Hann segir: „Mig grunar, að til sé fleiri hlutir á himni og jörð, en nokkurn mann liefir dreymt 11111, eða liæg't er að láta sig dreyma um í nokkurri heim- speki. Það virðist geysilega ólíklegt, að hugur mannsins se aðeins afleiðing efnisins". Faðir hans, sem einnig er frægur vísindamaður, prófessor J. S. Haldane, kveður

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.