Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Guðshugmynd nútímans. 229 sannindi. „Miskunnsemi þrái ég, en ekki fórn“, var t. d. geysilega frumleg og djúpskygn hugsun á sínum tíma, þegar allir reyndu að blíðka Guð, er þeir liugðu grimm- an, með fórnum. Eins og i leiftri opinherast þá spámann- inum þessi lmgsun: Þannig er ekki Guð. Hann er ekki harðstjóri, sem stöðuglega þarf að vera að blíðka með fórnum. Hann ætlast ekki til neinnar annarar þjónustu af mönnunum en að þeir ástundi réttlæti og kærleika. Þesskonar ályktanir spretta upp í sálum manna, þegar slíkir eðlisþættir liafa náð nokkrum þroska í sál þeirra sjálfra — þegar þeir sjálfir hafa náð lengra á þroska- brautinni og þvi má ætla, að þeir nái einnig réttari skynjunum af alheiminum. Og skynjun hins sannarlega skálds, dulvitrings eða dýrlings er ekki aðeins jdirborðs- leg skynjun af ytri fyrirbrigðum. Saman við hana renn- ur einnig hin innri skynjun fullkomnari skilningarvita. Hg enda þótt skynseminni kunni oft að verða fótaskort- l>r við að útskýra eðli og þýðingu þessara skynjana og frá þeim örðugleikum stafi meira eða minna tímabund- iu guðfræði eða lieimspeki, þá hefir skáldum, listamönn- iun og spámönnum oft tekist að lýsa henni á þann hált, að engum dylst, að á augnablikum vitrananna hafa þau lifcið fylstu og dásamlegustu lífi, af því að þau hafa skynjað meira en venjulegir menn gera. Óteljandi dæmi 11111 þetta mætti nefna, t. d. í kvæðum Mattliíasar Joch- umssonar og Einars Benediktssonar og hjá ágætustu sagnaskáldum veraldarinnar, eins og t. d. Dostoievsky. í »Bræðrunum Karamazov“ lýsir liann á ógleymanlegan jiátl tilfinningum Aloysha eftir næturvökuna yfir kistu ^ossima, er hann gengur út úr klefanum að næturþeli: >»Yfir honum hvelfdist óravíður og óendanlegur him- 11111 stráður blíðskærum, tindrandi stjörnum. Frá livirfil- Punkti og niður að sjóndeildarliring markaði fyrir vetr- urbrautinni í tveimur fölum straumkvíslum. Svöl og kyr nóttin faðmaði jörðina. Hin skrautlegu haustblóm sv&fu enn á beðum sínum umhverfis húsið. Það var eins

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.