Kirkjuritið - 01.06.1936, Síða 27
Kirkjuritið. Guðshugmynd nútímans. 241
finning gagnvart þessum ógurlegu víðáttum efnis-
heimsins.
„Og þó lézt þú liann lítið
á vanta við Guð“
hætir liið forna sálmaskáld við með furðulegri skarp-
skygni. Því hvort er í raun og veru furðulegra: Stjörnu-
þokan eða stjörnufræðingurinn? Stjörnuþokan er ekkerl
annað en logandi lofttegundir í hamslausum óskapnaði.
En maðurinn, sem athugar hana og mælir, áætlar fjar-
lægð hennar og sundurgreinir efnin í henni; maðurinn,
sem reynir að gera sér það í hugarlund, hvernig stjörnu-
])okan hefir orðið til og liver muni verða örlög hennar
— er hann sannarlega ekki undursamlegra fyrirbrigði
en kynjastærð efnisins ein — hinn dauði óskapnaður?
„Ef vér dáumst að stærðinni einni“, segir rithöfundur-
inn Cliesterton, „hví þá ekki að dást meira að hvalnum
en manninum?“
Hver sú heimspeki, sem hygst að geta útskýrt tilver-
una án ])ess að taka tillit til þess rannsakandi vits, sem
íhugar tilveruna, hlýtur að vera skeikul og ófullkomin
í stóratriðum.
VII.
Þessvegna setja öll hin æðri trúarbrögð traust sitl til
þeirrar sannfæringar, að í manninum, viti Iians, tilfinn-
ingum og andlegu lífi, hirti tilveran eittlivað af sínum
æðstu leyndardómum — vafalaust ekki til fullnustu, því
að margt eigum vér eftir að skynja og skilja, en í ein-
liverjum mæli.
En af þessu leiðir, að vér finnum ekki Guð á bak við
skýin eins og frumþjóðirnar gera, l)eldur finnum vér
hann fyrst og fremst gegnum hugsun vora, sál og til-
finningar. Vér finnum Guð með því að álykta frá vorri
eigin reynslu um gæzku, sannleika og fegurð og þá óend-
anlegu möguleika, sem þessi liugtök fela í sér. Einungis
með þeim hætti er unt að elska Guð af allri sálu sinni,
öllum huga sínum, öllum vilja sínum og mætti.