Kirkjuritið - 01.06.1936, Page 31
Kirkjuritið.
Kirkjan og' áfengismálin.
245
að stundnm liggur orsökin til þessara dauðu límabila i
andlegum efnum i ýmsum þjóðlífsmeinsemdum. Þær
eru fjötur um fót hinni siðlegu þróuii á öllum tímum.
Þær rífa niður á niorgun það, sem bygt var upp í dag.
Þær biða fyrir utan kirkjudyrnar og’ skólaveggina, og
gjöra oft að engu það uppbyggingarstarf, sem þar fór
fram, og er ég' hugsa mér afstöðu Krists til þeirra mála,
þá sé ég ætíð fyrir mér Krist með svipuna í musteris-
garðinum, og' hversveg'na á þá ekki kristin kirkja að
laka hina sömu afstöðu til þeirra mála. Eða á hún að
sitja hlutlaus? Það liefði Kristur vissulega ekki gert. Nei
þjóðfélagsvandamálin eru líka mál kirkjunnar, og það
er sérstaklega eitt af þeim, sem ég liefi í luiga nú, og'
það er áfengismálið. Þess her að geta, að margir is-
lenzkir prestar standa mjög framarlega í baráttunni á
•nóti áfengisbölinu, og þeim fer fjölgandi, en kirkjan sem
slík hefir ekki lekið neinn virkan þátt í þeirri baráttu
að undanförnu. Rit stéttarinnar liefir mjög lítið rætt
þessi mál; nokkrum sinnum hafa þau verið til umræðu
á prestafundum, en kirkjan i heild hefir ekki tekið upp
neitt einhugastarf eða baráttu á móti þessum versta óvini
alls siðgæðis og þroska — áfenginu. Ef til vill mætli
segja eitthvað svipað um kennarastéttina sem heild. En
hvað sem þvi liður, þá ætti engum að vera það ljósara
en þessum tveiin stéttum, hvílíkt geysilegt böl áfengið
ei' í þjóðfélaginu, því að ætla má, að þær skilji öðrum
fremur, liversu hamingja þjóðarinnar er mjög komin
undir uppeldinu og' hinum siðlega gritndvelli, en í áfeng-
tssýktu þjóðfélagi livílir sú hamingja á eldgígsbarmi. En
þegar tekið er tillit til þess, að engar stéttir liafa betri
aðstöðu til að vinna á móti þessn böli með áhrifum sín-
utn á uppeldið, þá er það ekki ástæðulaust, að þeir, sem
lækna vilja þessa meinsemd, beini einmitt orðum sínum
til þeirra.
Okkur hefir ekki ennþá tekist að skapa almennings-
alit, sem er fjandsamlegt áfengisnautn. Til þess hefir