Kirkjuritið - 01.06.1936, Side 35
KirkjuritiS. Trú og kirkjulíf í Abessiníu.
249
sjálf verið kristið land í nærfelt 1() aldir, að minsta kosli
að nafni til.
Svo segja fornar þjóðsagnir, að Makeda Abessiníu-
drolning frá Saba liafi farið á fund liins vísa Salmós,
konungs i Jerúsalem, og dvalið þar um liríð. Hafi liinn
mikli konungur getið við lienni son þann, er siðan varð
kommgur Abessiníu, og' þjóðin þá lekið upp trú og siði
Gyðinga. En um kristnitökuna segja abessinskar sagn-
ir svo, að hirðmaður Kandake Etiópadrotningar, sá sem
getið er um i 8. kap. Postulasögunnar, liafi flutt kristin-
dóminn til Abessiniu, sem þá einnig gekk undir nafn-
inu Etiópía, og hafi Kandake drotning fyrir fortölur
hirðmannsins tekið trú, en síðan kristnað landið.
Ekki þykja sag'nir þessar sennilegar, ernla ekki lík-
legt, að sú Kandake, sem nefnd er í Postulasögunni bafi
verið frá Abessiniu. Er um kristnitöku þjóðarinnar
fremur lag'ður trúnaður á frásögn Rúfínusar sagna-
ritara. En hann segir kristnitökuna orðið liafa með
þeim hætti, að árið 340 e. Kr. hafi ferðamenn tveir sýr-
lenzkir, Frumentius og Ædesius, verið teknir til fanga
af Abessiníukonungi. Voru þeir hafðir í baldi við birð-
ina í Aksum. En þar kom að lokum, að þessir herteknu
menn töluðu svo djarflega drottins málefni við koiiung-
inn, að hann lók trú og gerði kristindóminn að ríkistrú
í landinu. Var Frumentius síðan gjörður erkibiskup yf-
ir landinu og vígður af Atbanasiusi í Alexandríu árið
370. Þar með var hin abessinska ríkiskirkja sett á stofn,
og befir hún staðið fram til þessa dag's.
Yfirmaður liinnar ahessinsku kirkju uefuist Abuna.
Abuninn skal vera munkur,, og það sem einkennilegast
er, liann verður að vera útlendingur. Hafa um meir en
000 ára skeið Abunar þessir verið sóttir til Egyptalands,
°S vígðir til starfsins af patríarkanum í Alexaudríu,
en síðar í Kairo. Má nærri geta, að ekki sé það kirkju-
lífinu happadrjúgt né. bentugl að liafa jafnan útlendan
yfirmann, allsókunnugan landi og þjóð. Til þess að ráða