Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 38
252 S. V.: Trú og' kirkjulíf í Abessiníu. KirkjuritiS. eru eftir barnsburð taldar „óhreinar“ í nokkurn tíma, og má ekki skíra barnið fjrr en „lireinsunardagar“ móð- urinnar eru liðnir. Ennfremur telja þeir suma fæðu „ó- lireina“ og' má enginn leggja sér liana til munns. Svo er um svínakjöt o. fl. Auk sunnudagsins lialda þeir einnig lielgan laugardaginn eða sabbatinn. Þó tekur föstuhald þeirra öllu öðru fram. Eru föstu- dagar sem næst 200 á ári, og föstureglur haldnar af öll- um þorra manna í meginatriðum. Ivvað svo ramt aðþessu föstubaldi, að heilsu manna stafaði stór liætta af. Leiddi það til þess, að hinar ströngu föstuhaldsreglur voru að nokkru mildaðar, svo að nú er sjaldnasl alfastað, heldur aðeins vissar fæðutegundir hannaðar. Til marks um það, hvernig' trúin sjálf hefir sumstað- ar kafnað í hinum miklu umbúðum lielgisiða og helgi- venja í Abessiniu, er sú saga sögð, og talin sönn, að eitt sinn hafi Abessiníumaður verið spurður að því, livers- vegna hánn teldi sig vera kristinn mann. Hann svaraði: „Það er af því, að ég sæki kirkju og kyssi kirkjumúrinn. Það er af þvi, að ég held liátíðarnar heilagar og gæti þess að brjála i engu fyrirmælin um föstuna“. — „En þekkirðu þá ekki Jesú?“ „Jesú, nei, ég man ekki til að liafa lieyrt hann nefndan“. Því verður ekki með rökum neitað, að kirkja Abess- iníu er að mörgu leyti þröngsýn kreddukirkja. Hún er ekki menningarstofnun á vestrænan mælikvarða, og' ýms- um kann að sýnast hún geyma lítið af ánda Jesú Krists. En hún er eigi að síður sú stofnun, sem þjóðinni þykir vænt um, stofnun, sem hrúar djúpið milli liinna ólílai stétta, og skapað hefir einingu og festu lijá þjóðinni. Sveinn Víkingur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.