Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 39
Kirkjuritið. BARNATRÚ. Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu, blessað orð hans, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. H. P. Vorið er komið, með gleði og starf. Ómar vorsins eru farnir að berast um loftið, frá syngjandi fuglum, suðandi lækjum og hlýj- um andvaranum. Ég vil taka undir lofsöng þinn, vor. Ég vil fylla sál mína með gleði þinni, og hvíla hjarta mitt i friði þínum, og starfi. Og um leið og ég nú fagna nýju vori, vil ég renna huganum til baka, til bernskuvorsins. Það er svo líkt, að mörgu leyti, bernskuvorið, og vor náttúr- unnar. Það opnast heimur fullur af fegurð, sakleysi, og skrítnum niyndum, þegar litið er til baka, til þess tíma. A fyrstu bernskunnar tíð, jafnskjótt og vitsmunalífið vaknar, þegar allir lilutir og atburðir líta öðruvísi út fyrir barnsauganu en síðar, þegar alt, ef svo mætti segja, ljómar og glitrar i tíbrá óvirkileikans, sem heillar og gagntekur hugann, svo að umhverfi, og athafnir sveipast undursamlegri draumblæju — þá, á lífsmorgni sefinnar, er barnshjartað eins og ósáinn akur. Þá taka fyrstu fræ- korn andlegs gr iðurs að frjógvast, festa rætur. Þegar fyrstu bæn- arorðin eru lögð á varir barnsins, kemur lieilög trúin, og vekur bið blundandi guðseðli í sálinni; og barnatrúin, sem er náðargjöf hverjum manni, vex upp. Börn eru að eðlisfari trúbneigð, og næm fyrir þvi, sem er fag- iirt og viðkvæmt. Hið illa er þeim fjarlægt, og þau skilja það ekki, fyr en þau liafa umgengisl það um bríð. Þessa góðu eðliskosti barnanna þekkir Jesús, þegar hann segir, uð varðveita beri barnslundina alla æfi til hinztu stundar sem skilyrði fyrir inngöngu í guðsríki. Æskan er fljót að líða. Hún er liverful ekki síður en aðrir tím- ar æfinnar. En bún skilur eftir góðar og tryggar minningar. Allir,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.