Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 41
Kirkjuritið.
Barnatrú.
255
4
þjónustunnar. í hvert sinn, er ég heyri prestinn blessa yfir söfnuð-
ina frá altarinu, með upplyftum höndum, er ég umvafin himnesk-
um friði og vernd.
Mér er kært að minnast kristindömsfræðslunnar heima. Það leik-
ur andlegur bjarmi um þær minningar. Ég vildi óska, að sem
flestir ættu rætur að rekja aftur í sina barnatrú.
Það er líkt að eiga barnatrú og að eiga fé á vöxtum, er ávalt
má gripa til. Á kaldranalegustu stundum lífsins má sækja huggun
og frið i þann sjóð. Og eftir því, sem árin liða, finnur maður
æ betur, hve dýrmætur þessi fjársjóður er.
Ræðutexti við fermingu mína voru hin ógleymanlegu orð Páls
postula (Filipp. 3, 4): „En eitt gjöri ég; ég gleymi því, sem að
baki er, en seilist eftir því, sem fyrir framan er“. Út frá því tal-
aði svo presturinn og brýndi fyrir okkur skyldurnar, er biðu
okkar.
ótti læddist inn í sál mína. Ég vil ekki sleppa því, sem á bak
við er, hætta að vera barn og leggja út á djúp fullorðinsáranna.
— Það getur verið, að kvíði setjist að hjartanu fyrst eftir. Það
veit enginn nema Drottinn, sem sjálfur hefir nýlega tekið við
hinni ófullkomnu j itningu. Fermingin er vegamót. Mér finst ég
standa alein á ókunnum vegi. Foreldraliúsin fjarri. Enginn sem
leiðbeinir, eða svarar spurningum. Og vegurinn framundan er
eins og úthaf, þar sem þungar öldurnar leggja að landi. Hvert
mun leiðin liggja?
En hver er hann, sem þá kemur? Drotlinn Jesús, sem eitt sinn
kom gangandi á vatninu til lærisveina sinna, þegar þeir voru
hræddir og trúlitlir i vanda staddir. Hann réttir fermingarbarn-
inu hönd og leiðir það yfir torfærur mannlífsins.
Þú ljós, sem ávalt lýsa vildir mér,
þú logar enn, —
i gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birlir senn.
Og ég finn aftur andans fögrudyr,
og engla þá, sem barn ég þekti fyr.
(Matth. Joch.).
Þangað, sem þrá hjartans er, hlýtur leiðin að liggja.
Arndís Þorsteinsdóttir.