Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 7

Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 7
Kirkjuritið. Syngið nýjan söng. 85 safn Nýja testanientisins eru í ljóðum. Gregor frá Nyssa var stórbrjotið sálmaskáld. Og á Vesturlöndum yrkir f*rudentius hina dýrðlegu lofsöngva, sem hafa lifað síð- an í kirkjunni. Þá verður og lofsöngurinn frægi, Te deunt, til á þessum tíma. Segir sagan, að þeir hafi ort hann í sameiningu Ambrósíus í Milanó og Ágústínus, Þegar Ágústínus var skírður, og fleiri lofsöngvar eru eiguaðir Amhrósiusi, þó að ekki verði það sannað. Á dögum Karls mikla fær kirkjan nokkurt blóma- skeið, eins og flest annað á hans dögum. Undir eins lýs- ir það sér í nýjum söng. Næst þar á undan var lífið niest í Engilsaxnesku og irsk-skotsku kirkjunni, og einn- |g þar fæddist fagur skáldskapur. Sótti Karl mikli vís- iudamenn sína og snillinga mest þangað. Upp úr þessu sPrettur svo sjálfstæður, andlegur skáldskapur úr ger- ■uönskum jarðvegi, eins og t. d. Heliand-drápan mikla, Seni talin er ort í Fuldaklaustri á fyrri parti 9. aldar. k’ar kemur germanskur andi hreysti og hetjudáða fram í túlkun kristindómsins. Kristur er þar hin mikla, hugprúða hetja, sem gengur á hólm við djöfulinn og alt lians ill- þýði ásamt þegnum sínum. Svo hugrakkur er Kristur, að hann lætur deyða sig til þess, að geta gert árás-á helvíti sjálft. Postular og píslarvottar eru einnig miklir stríðsmenn, og ekki er Pétri þar álasað fyrir það, þó að hann brygði sverði í Getsemane. Þó að hér sé ekki dýpsti skilningur á eðli kristindómsins, þá er þó í þessu stórbrotna kvæði Guði sunginn nýr söngur með hinni á- takanlegu germönsku einlægni, sem sér hugsjón sína, hugsjón hreystinnar í Jesú Kristi og hans þjónum, og hefði kannske að skaðlausu mátt lialdast meira af þvi 1 kristninni en verið liefir. A hátindi miðaldanna, þegar kirkjan og vísindin ná sinni hæstu fullkomnun, hljóma ótal strengir hörpunn- ar í nýjum söng til Drottins, og er ómögulegt fyrir mig að lýsa þvi hér. Bernharð yrkjr: „Þín minning Jesú ■njög sæt er“. Tomas frá Celano yrkir „Dies irae, „Dagur

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.