Kirkjuritið - 01.03.1937, Síða 10
88
Magnús Jónsson:
Kirkjuritið.
með söknuði og þrá til kaþólska tímans með allri hans
villutrú.
En þó að í ófullkomleika væri, var þó fljótt farið að
reyna, að flytja hingað hinn nýja söng. Það var heldur
en ekki ófullkomið i fyrstu, svo að bezt er að flíka því
ekki um of. En jafnskjótt og hafið er verulegt vakning-
arstarf hér innan hinnar nýju kirkju, vaknar söngurinn.
Það er afkastamaðurinn mikli, Guðbrandur Þorláksson,
sem þar ríður á vaðið, og það svo myndarlega, að í því
sem mörgu var þess langt að bíða, að annað eins starf
væri unnið. Hann vekur upp til starfs þá krafta, sem til
voru í landinu, og gefur út sálmabók sína með 328 sálm-
um, árið 1589. Var hún ekki beinlínis ætluð til notkun-
ar í kirkjum, heldur til þess að verða mönnum til upp-
hyggingar utan kirkju og útrýma ljótum kveðskap, sem
menn annars höfðu um hönd. Er formáli Guðbrands
inskups fyrir þessari bók, sem fleirum alkunnur. En þar
lýsir hann meðal annars þeirri skoðun sinni, að sálma
heri að vanda að allri gerð, ekki síður en önnur ljóð,
en það hafði þótt næstum að segja óguðlegt og lýsa létt-
úð og spjátrungshætti, að vanda gerð sálma, því að
Guðs orð væri í sjálfu sér svo fagurt, að það þyrfti ekk-
ert annað skraut. Þá gaf hann einnig út grallara eða
messusöngsbók og loks Vísnabókina.
Eftir því sem siðbótin komst liér inn í hjörtun, kem-
um einnig söngur hennar skýrar og skýrar í ljós, þar
til hann brýzt fram með fullum tónum í sálmum Hall-
gríms Péturssonar.
Ég ætla ekki að rekja þessa sögu hér nákvæmlega,
því að það er ekki tilgangur þessarar greinar, að segja
neina sögu sálmakveðskaparins, hvorki almenna sögu
hans né heldur sögu hans hér á landi.
En eftir daga Hallgríms má segja, að ekki sé um
mikinn nýjan söng að ræða fyrst um sinn. Rétttrúnaðar-
stefnan var yfirleitt ekki hrifningarinnar stefna. Hún
brauzt sjaldan úl í söng, heldur lét henni betur að gera