Kirkjuritið - 01.03.1937, Page 17
KirkjuritiS.
Konungur þinn kemur.
95
þeim dásamlegar gjafir, stofna Guðs ríki á jörðu, sætla
þá við Guð og lífið, gefa þeim frið og frelsi Guðs barna.
Oss hefði getað fundist, að liann hefði verið klæddur
i konungsskrúða eftir innreiðina, en svo varð ekki
* þess stað var rauðri hermannaskikkju varpað yfir
hann, honum lil háðungar, i stað veldissprota var hon-
uni fenginn reyr i hönd. Hann álti ekki i vændum kór-
ónu gimsteinum setta, lieldnr þyrnikórónu píslarinnar
°g sársaukans. Hann átti ekki að hetjasl í veglegt hásæti
Oavíðs konungs, nei, þvert á móti á kross, píningartæki
óbótamanna. Og einhverir þeirra, sem í dag fögnuðu
honum með hósannasöng, kunna að hafa hrópað síðai.
Krossfestu, krossfestu hann.
Mannfjöldinn þokaðist hægt og hægt til borgarinnar,
°g þegar Jesús nálgaðist svo, að hin gamla borg feðranna
kom í augsýn, þyrmir yfir huga hans, sorgarsvipur fær-
ist yfir andlitið — hann getur ekki tára hundist — hann
grætur, konungurinn grætur, grætur af sársauka sarnúð-
arinnar vfir þeim mönnum og þeirri þjóð, senr ekki
þekti sinn vitjunartima.
Margar aldir eru nú liðnar síðan þessi athurður gerð-
ist, en þó er hann enn ljóslifandi í lrugum allra kristinna
rnanna. Tíminn, sem svo margt þurkar hurt, hefir þar
engu fengið um þokað. Eða finst þér ekki, kristni vinur,
að þú sjáir enn mannfjöldann fagnandi og syngjandi, og
hinn fátæklega konung riðandi á ösnufolanum, hógvær-
an, einbeittan og auðmjúkan.
Engrar annarar innreiðar í borgina helgu er nú fram-
ar minst, en þessarar altaf árlega um allan heim. Hún
getur ekki gleymst. Til minningar um þann atburð hefir
þessi dagur hlotið nafnið Pálmasunnudagur, vegna
pálmaviðargreinanna, sem fjölmargir af mannfjöldan-
um gengu með móti Jesú og stráðu á veginn. Jesús
Kristur hélt innreið sína á þennan látlausa hátt einmitt
til þess að sýna mannfjöldanum, að konungdómur lians
væri ekki fólginn í vtra valdi eða skrauti, en hann sýndi