Kirkjuritið - 01.03.1937, Page 21
KirkiuritiS.
Konungur þinn kemur.
99
skurðarvaldið i öllum vorum málum. Minnumst ávalt
heilraeða sálmaskáldsins frá Saurbæ:
En með þvi mannleg vizka
í mörgu náir skamt,
á alt kann ekki að gizka,
sem er þó vandasamt,
kost þann hinn bezta kjós.
Guðs orð fær sýnl og sannað,
hvað sé þér leyft eða hannað.
Það skal þitt leiðarljós.
Og vér þurfum þá og á leiðarljósi að halda, orðuni
Jesú, þegar kallið kemur og vér eigum að flvtja til
óþektra heima.
Það er sannarlega ekki gott, hvorki fvrir mig né þig, að
standa á þröskuldi hins sýnilega og ósýnilega heims, án
Þess að hafa tekið ákvörðun, hvern vér veljum sem kon-
Ung og drottin lífs vors. Vér þurfum á undirbúningi og
leiðsögu að halda þangað, sem vér förum. Það er alveg
víst. Það getur orðið örlagaþrungið að koma þangað
andirbúnings- og leiðsögulaust, en þá er að velja þann,
sem einn getur leiðbeint og sjálfur lél líf sitt til þess.
Oymbilvikan er nú að byrja, hún minnir oss æ að nýju
h hina miklu baráttu Jesú við óvinina, fyrst Faiíseana og
hina skriftlærðu, sem ekki gátu veitt bann í orðum,
heldur leituðu hjálpar svikara til að framselja hann til
óauða. Þjáningar hans á líkama og' sál voru óumræði-
•ega miklar. Sárust var þó sálarkvöl hans i grasgarðinum
Oetsemane, hann sagði sjálfur: „Sál mín er sárhrygg alt
til dauða“, og á krossinum gagntók sálarangist hann svo
mjög, að hann hrópaði í himininn upp: „Guð minn, (iiið
minn, hví hefir þú vfirgefið mig“. Sjá, kristni vinur, þetta
leið Jesús fyrir ríki sitt, sem hann vildi stofna liér á jörð,
fvrir þegna sína. Alt þetta leið Jesús fyrir þig og mig,
hví skyldum vér þá láta undir höfuð leggjast, að þroska
°g efla ríki hans hjá sjálfum oss og öðrum? IJví skyld-