Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 25
Kirkjuritið. Um kristniboð. 103 Hann settist að i Fuglavík á Suðurnesjum og vann fyrir sér með sjóróðrum, þvi að ekki voru launin há, sern Bræðrasöfnuðurinn veitti starfsmönnum sinum. Va'r hann þar syðra um 3 ár, en varð lítið eða ekkerl ágengt. Eru til ýms bréf frá honum í skjalasafni i Herrnhút, og sýna þau, að honum liefir blöskrað drykkju- skapur og máttvana vantrú þeirra, sem hann kyntist þar. Segir hann t. d., að sóknarpresturinn, séra Vigfús á Hvalsnesi, liafi verið dauðadrukkinn við altarisgöngu, svo að hann hafi varla getað talað. Vorið 1742 ætlaði söfnuðurinn í Herrnhút, að senda hingað til lands þýzkan mann Piper þessum til aðstoð- ar, en þegar sá maður kom lil Hafnar, neitaði verzlun- arfélagið að flytja hann til íslands með skipum sínum. °g jafnframt var Bentzen, Bátsendakaupmanni og vini Pipers, neitað um að flytja 2 faðma af brenni handa Piper með íslandsskipum! — Verzlunarfélaginu mun áafa þótt Piper full aðfinningasamur um ýmiskonar framferði verzlunarmanna og drykkjubræðra þeirra, og talið hann þröngsýnan í trúmálum, — en sýndi svo »frjálslyndi sitt og sanngirni“ á þenna hátt. Er raunalegt um að liugsa, að ísland skyldi vera eina landið, þar sem Bræðrasöfnuðurinn varð að gefast upp. Ég nefndi áðan, að Bræðrasöfnuðurinn í Herrnhút liefði sent um 100 kristniboða viðsvegar um heim fyrstu 25 árin; en þeir urðu fleiri síðar. Árið 1932 var tveggja alda afmælishátíð kristniboðs- ins haldin í Herrnhút. Þangað komu fulltrúar úr ýms- nm áttum, eins og gengur, — og margt var skrifað um starfið og hátiðina. Af því, sem ég hefi séð um þau efni, þótti mér eftirtektaverðust grein eftir japanskan full- trúa við hátiðina, Akira Ehisava að nafni. — Ársfjórð- ungsritið „The Japan Christian Qvarterly“ flutti grein- ina. Segir Ebisava, að hann liafi orðið forviða á að sjá, að Herrnhút var ekki slærra en meðal sveitaþorp, með um 1600 íbúa, og þó skyldi þar vera móðursöfnuður

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.