Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 30
108 Sigurbjörn A. Gíslason: Kirkj iiritið vinna skyldi að trúlioði bæði beima fyrir og í ókristnu landi. Undirtektirnar voru daufar; mönnum þótti séra Oddur of stórliuga, en þó fékk liann þá séra Jóhann Þorkelsson, þáverandi dómkirkjuprest, og séra Jens Pálsson, þá á Útskálum, til að birta með sér áskorun í þessa átt i „Kirkjublaðinu“ í september 1891. Seg'ir þar, að um 20 prestar liafi þegar lofað stuðningi, og séra Oddur hafi sjálfur þegar safnað 35,71 kr. til kristniboðs. „Kirkjublaðið“ birti gjafir, sem komu, uni bríð, en þær urðu fáar og smáar og bættu bráðlega alveg. Allflestir Islendingar voru um það leyti — eins og raunar fyrri — alveg ókunnugir kristniboði, og það var lítil von til, að menn styrktu málefni, sem þeir vissu sama sem ekkert um. Mánaðarritið „Yerði ljós“, er út kom árin 1896 lil 1904, var fyrsta tímaritið íslenzka, er fróðleik flutti um kristniboð samtímans. Minnist ég þess með þakklæti, að greinar frá mér um það efni voru jafnan kærkomnai' í „Yerði ljós“. Þá hefir „Bjarmi“ flutt fjölda margar greinar um kristniboð undanfarin 30 ár, eins og lesendum hans er kunnugt. Stuttu eftir aldamótin var stofnað kristniboðsfélag hér í bæ, og tóku Jiátt í stofnun þess flestallir guðfræðing- ar í bænnm, en það lifði skamma stund. Deilurnar, sem þá risu milli svonefudrar gamallar og nýrrar guðfræði, urðu banamein þess. Haustið 1904 stofnaði frú Kirstín Pétursdóttir, tengda- móðir mín, kristniboðsfélag kvenna i Reykjavík með 6 konum öðrum. Hún hafði veturinn áður kynst skand- inavisku trúboðsfélagi kvenna, sem Danir nefna „Kvindelig Missions-Arbejdere“. Rekur það félag, meðal annars, kristniboð á landamærum Indlands og Afgan- istan, og líknarstarf meðal Armeníumanna á Sýrlandi: Þetla kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík slarfar enn og telur nú um 60 meðlimi, er Guðrún Lárusdóttir for-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.