Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 32
110 Sigurbjörn A. Gíslason: KirkjuritiÖ. boðinn á siðari öldum. — Þegar ég vissi síðast, var hún komin frá Ivína til Bandaríkja, þrotin að heilsu. Vestur-íslendingar, innan Lúterska kirkjufélagsins vestra, tóku kristniboðsmálið á dagskrá sína um sama leyti og fjrrslu kristniboðsfélögin voru stofnuð hér- lendis. Fyrst studdi kirlcjufélagið dansk-ameríska konu til kristniboðs á Indlandi. En árið 1916 gerðist nývígður íslenzkur prestur og' prestsson kristniboði. Það var Oktavíus Þorláksson, sonur séra Steiugríms Þorláks- sonar frá Stóru-Tjörnum i Ljósavatnsskarði. Ivona séra Steingríms og móðir séra Oktavíusar er norsk, en kona séra Oktavíusar er alíslenzk, Karolína Tbomas, ættuð úr Reykjavík. Þau bjón, séra 0. Þorláksson og frú hans, liafa nú starfað að kristniboði um 20 ár í Japan og njóta stuðnings íslenzka kirkjufélagsins lúterska vestan bafs, enda þótt þau séu ráðin hjá amerísku trúboðsfélagi. Annar Vestur-íslendingur, Aðalsteinn M. Loftsson, ælt- aður úr Borgarfirði, befir starfað að kristniboði í Kína og síðar á Filippseyjum um 15 undanfarin ár. Hann er alveg studdur af amerísku félagi og mun vera í litlu sam- bandi við Islendinga nú. Fyrsti íslenzki trúboðinn, er fór svo að segja beina leið frá íslandi til heiðingja, er Ólafur Ólafsson, ætt- aður úr Norðurárdal í Mýrasýslu. Hann fór til Kína árið 1921 og starfar þar enn ásamt norskri konu sinni- Hann er sluddur af íslenzkum kristniboðsfélögum, en starfar annars á vegum norsks kristniboðsfélags, er nefnist: „Kínamissions-Selskabet11. *) *) Kristniboðum eru kærkomin bréf „að heiman", og ef ein- hverir lesendur Kirkjuritsins vildu skrifa beim, þá er áritun þess- ara þriggja kristniboða á þessa leið: Rev. Ól. Ólafsson, The Norwegian Lutlieran Mission, Tengchov Honan, China. Rev. S. O. Thorlaksson, 33. Kamitsutsui 7. Chome, Kobe, Japan. Rev. A. M. Loptsson, Margosatubig Zamboanga, Pliilippines, Asia.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.