Kirkjuritið - 01.03.1937, Side 40

Kirkjuritið - 01.03.1937, Side 40
118 4smundur Guðmundsson: Kirkjuritið. „Gestrisni Aþenumanna4 lienni ekki andmælt. Kennurum guðfræðisdeildarinnar var álasað fyrir það, að þeir liefðu ekki andmælt dómi Hallesbys. Þeir töldu þess enga þörf. Þeir liafa marg- sinnis í ræðu og' riti lýst því, hve miklar mætur þeir liefðu á próf. H. N., kristindómsáhuga lians, andríki og snilli og hvergi farið dult með álil sitt. Það hefði ekk- ert orðið ljósara þjóðinni, þótt þeir hefðu nú farið að endurtaka það. Enn voru kennarar guðfræðisdeildarinnar víttir fyrir það, að Þeir hefðu gefið próf. Hallesby kost á að flytja háskólafyrir- lestra. Þeir áttu að sýna frjálslyndi sitt með því að leyfa ekki jafn ófrjálslyndum manni að tala, víðsýni þeirra átti að vera svo mikið, að þeir lokuðu alla úti, sem væru ekki jafn víðsýnir og þeir. Guðfræðisdeildin leit svo á, að það hefði verið hneykslanleg þröngsýni, liefði hún varnað próf. Hallesby máls. Má í því sambandi minna á það, sem próf H. N. skrifaði endur fyrir löngu um „gestrisni Aþenumanna“. Hann lofaði þá mjög fyrir það, hve lausir þeir hefðu verið við að halda uppi and- legri einokun og hve vel þeir hefðu tekið þeim ferðamönn- um, er hefðu haft einhvern hoðskaj) að flytja, Iiver sem hann var. Okkar litla háskóla mvndi sóma það illa og reynast hættulegt, að harðlæsa að sér dyrum og' glugg'- um. Þá hefir vakið mikið umtal og óánægju mynd sú af likani af Hallgrímskirkju i Saurbæ, sem hirt var í síðasta hefti Kirkjuritsins. Enginn, sem fylgst liefir með starfi landsnefndar Hallgrímskirkju eða þekkir á- huga og' eljan húsameistara, Guðjóns prófessors Samú- elssonar, mun draga það í efa, að þessir aðiljar hafi viljað vanda sem hezt á allan hátt undirbúning kirkju- byggingarinnar og ekki hrapa að neinu. En þrátt fyrir það eru eðlilegar óskir manna um það, að enn verði brevtt uppdrættinum. Þótt turninn sé út af fyrir sig' Uppdrátturinn að Hallgríms- kirkju.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.