Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.03.1937, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. Laus blöð. 119 svipmikill og' fagur, þá er mikið ósamræmi milli lians og kirkjunnar sjálfrar. Enn er það auðsjáanlega skakt, að stærð kirkjunnar sé miðuð við annað en fólks- fjöldann i Saurbæjarsókn, þannig, að söfnuðinum sé að jafnaði ætlað herbergi við anddyri til guðsþjónustu- halds, en kirkjan sjálf aðeins til hátíðlegra guðsþjón- ustna. Kirkjan getur engu siður orðið fögur fyrir það, þótt hún sé mjög lítil. Myndi fara vel á því, að hún yrði i gotneskum stil og turn lvfti krossmarki hátt móti himni. En um þetta þarf ekki að fjölyrða. Þeir ágætu nienn, sem í landsnefndinni eru og barist bafa fyrir kirkjubyggingunni af framúrskarandi dugnaði og' ósér- plægni, munu trauðla skiljast svo við þetta mál, að það valdi þjóðinni óánægju. Þeir bafa einmitt talið það hlutverk sitt í þessum efnum, að hrinda hugsjón þjóð- arinnar í framkvæmd. Ekkert bryddir enn á frumvarpi um sam- steypur prestakalla á Alþingi, og eru gild- ar ástæður til að ætla, að þær séu úr sög- unni, að minsta kosti að sinni. Eins og lesendur Ivirkjuritsins muna, þá lýsti kirkjumálaráð- herra því yfir, meðan á kirkjufundinum stóð síðastlið- ið sumar, að hann mvndi láta auglýsa til umsóknar öll laus prestaköll, ef samsteypufrumvarp næði ekki fram að ganga í vetur. En á flokksþingi Framsóknarmanna í síðastliðnum mánuði bar ráðherrann sjálfur fram þessa tillögu og fékk hana samþvkta nálega i einu hljóði: „Flokksþing Framsóknarmanna beitir stuðningi sín- inn þjóðlegri og frjálslyndri þjóðkirkju, sem vinnur á ■Kannúðlegum og menningarlegum grundvelli, án öfga °S ofstækis“. Þess er þvi að vænta, að innan skamms verði lausu prestaköllunum slegið upp. Ásmundur Guðmundsson. Samsteypur prestakalla af dagskrá.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.