Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.04.1941, Blaðsíða 4
122 E. M. J.: Þú gafst mér. Apríl. Þú giafst mér, drottinn, ást' og kærleiks-yl, er ísi’ og hjarni breytti í sumarlönd; eg fann, hve ljúft það var að vera til, og vorblær ungur fór um þreytta önd. Og veröldu þú veittir kærleik þinn í vini þeim, er engum manni brást. En heimi vorum sýndi sonurinn hið sanna bróðurþel og nvannkynsást. Þú gafst mér von, er græddi hugans mein og geig og kvíða, vísaði á bug. I gegnum myrkrið geisli hennar skein, er gleði veitti mér og nýjan dug. Á vegum mínum vonarstjarna sást, er vissu þá í sál mér hefir glætt, að fyrir alt, er oss á jörðu brást, í ódauðleikans veröld muni bætt. Eg þakka, drottinn Guð, þú gafst mér trú, er góðan styrk mér veitti í sorg og neyð og upp til fegri heima byggir brú og bregður ljómia yfir jarðlífsskeið, svo alt mitt líf eg legg í hendur þér, sem lífið skópst og kveiktir heimsins sól. Eg hræðist ei, er héðan burt eg fer, þú, himna Guð, ert athvarf mitt og skjól. Einar M. Jónsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.