Kirkjuritið - 01.04.1941, Síða 17
Kirkjuritið. Hallgrímur biskup Sveinsson.
135
svo aS óreyndu gat ekki verið nema góðs eins að vænta
frá hans hendi i hinu nýja embætti.
En þessar óhlýju kveðjur þögnuðu hrátt, því að ekki
leið á löngu áður en það yrði sýnilegt öllum, sem vildu
sjá, að lierra Hallgrim vantaði sízt viljann til að láta
gott eitt af sér leiða i hinni nýju stöðu sinni og-til að
ráða bót á þeim vanhögum, sem bersýnilegir þóttu á
kristnihaldinu i landinu allmörg hin seinni emhættisár
fyrirrennarans háaldraða, enda þótt hann að öðru leyti
ætti yfir lofsamlegan embættisferil að líta. Og þar sem
það var sízt látið í láginni liggja, í liverju vanhagir væru
fólgnir, varð það ekki nema skiljanlegt, að hinn nýi
hiskup gerði sér frá upphafi alt far um að ráða hót á
þeim. Þess er þá ekki heldur að dyljast, að kirkjulífið
hér hjá oss fær á sig alt annan svip þau 19 ár, sem Hall-
gi'írnur biskup gengdi tilsjónarmanlis-emhættinu, en ver-
hafði áður, þótt honum tækist ekki fremur en öðrum
að sjá allar þær hugsjónir komast í framkvæmd, sem
fyrir honum vöktu, er hann í byrjun gekk að þessu starfi.
h’ví að öllum er oss svo farið, að getan vill reynast góða
vdjanum mínni, þótl ekki sé tekið tillit til sérstakra
kringumstæðna, sem skapa sérstaka erfiðleika, sem ekki
Þekkjast þar, sem öðruvísi hagar til.
Hitt er víst, að þegar í stað var tekið að lagfæi-a ýmis-
legt af þvi, sem gagnrýnendur kristnihaldsins hér á landi
höfðu talið aðfinnin gavert. Þannig voru ekki liðin tvö
ar frá því er Hallgrímur biskup settist að stóli, áður en
lslenzka þjóðkirkjan eignaðist sitt eigið kirkjulega mál-
§agn, „Kirkjublaðið“. Og þótt biskup sjálfur gerðist ekki
utgefandi, þá var hann aðalhvatamaðurinn að því, að
1-aðist var í það fyrirtæki. — Þegar á fyrstu árum hans
Var einnig tekið að vinna að nýrri skipun prestastefn-
Onnar íslenzku, sem löngum hafði verið það til foráttu
fundið, að hún væri orðin harla úreltur forngripur, sem
engum væri að gagni. Til þess að gera þá samkomu bæði
andlegri og uppbyggilegri þeim, er hana sóttu, voru nú