Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 21
Kirkjuritið. Hallgrímur biskup Sveinsson.
139
um, sem afgangs urðu hinum eiginlegu embættisstörfum.
Þegar réttlátlega skal dæmt um gildi æfistarfs látins
manns, þótt ekki sé nema rúmur mannsaldur liðinn síð-
un hann hvarf af sjónarsviðinu, tjóar sizt að leg'g'ja á
það mælikvarða seinni tíma en þeirra, sem liann starf-
aði á. Úr því yrði aldrei réttlátur dómur. Réttlátur dóm-
ur verður hér sumpart að miðast við samtíð hins látna
manns, hvernig hann skildi hana, hvernig hann brást
við kröfum liennar til sín og' livert far hann gerði sér
um í starfi sínu að fullnægja þeim kröfum, — en sum-
Part við fortíðina, við líf og starf fyrirrennaranna i sama
embættinu, hvernig þeir stóðu í stöðu sinni og hvílíkir
atliafnamenn þeir reyndust.
Sé nú mælikvarði samtíðar og fortiðar lagður á bisk-
upsstarf Hallgríms Sveinssonar, verður ekki með sann-
girni betur séð en að sá mælikvarði verði honum í vil.
Hann þekti og skildi samtíð sína og þá jafnframt
þær kröfur, sem hún gerði til hans, vegna ábyrgðar-
mikillar stöðu lians. Og þótt honum entist ekki beilsa og
líf til að sinna þeim kröfum öllum, var honum það á-
''uiðanlega mesta áhugamál í biskupsdómi að vinna bug
a vanbögum þeirrar kirkju, sem var falin umsjá hans,
°g að kippa í Iag ýmsu, sem ábótavant þótti i fari hennar.
Líti ég' því næst til fortíðarinnar, þ. e. til forvera lians
1 þessu embætti, alt frá því, er biskupsdæmin tvö voru
Sameinuð í eitt, fæ ég ekki betur séð en að Hallgrímur
biskup þoli samanburð við þá sem kirkjulegur tilsjónar-
maður. Hann var að vísu ekki lærdómsmaður á við dr.
Létur, ekki kennimaður á við Helga, né fræðimaður á
við Steingrím, — en sem tilsjónarmaður hygg ég, að
hann hafi ekki í neinu tilliti staðið þeiin að baki, bvorki
að þvi, er snertir samvizkusemi i öllu embætti, einlæg-
an áhuga á velfarnan kristnihaldsins með þjóð vorri, né
löngun til þess að láta hið bezta eitt af sér leiða, að ó-
gleymdu því, hvílíkt ljúfmenni hann var í allri fram-
koniu og’ fyrirmyndarmaður í öllu dagfari.