Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Page 22

Kirkjuritið - 01.04.1941, Page 22
140 J. H.: Hallgrímur biskup Sveinsson. ApríJ. Fyrir því er bæði rétt og skylt, að nafn Hallgríms biskups Sveinssonar geymist i heiðri innan þeirrar kirkju, sem liann helgaði alt æfistarf sitt, og' þeirrar þjóðar, sem hann í einu og öllu vildi reynast og líka reyndist góður sonur. Dr. J. H. Sýslumaður stígur í stólinn. Prófasturinn í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi hefir skýrt mér frá því, að síðastliðið gamlaárskvöld hafi sýslumaður Þingeyinga, Júlíus Hafstein, stigið í stólinn hjá sér i Húsavikurkirkju. Þjónaði prófasturinn fyrir altari, en sýslumaður rifjaði upp helztu atburði hins iiðna árs og ias að lokum prédikun séra Haralds prófessors Nielssonar: „Þegar hann læsir“. Kirkjan var auðvitað þéttskipuð, og var þessi stund í kirkjunni mjög hátiðleg. Söngsveitin söng áramótasálma mjög vel. Mér finst hér gefið fagurt fordæmi, er prestur og yfirvald stað- arins taka höndum saman á helgum augnablikum til jíjónustu í musteri drottins, og að rík ástæða sé til þess að geta um þennan atburð, sem án efa vakti góðar hugsanir og tilfinningu hjá öllum viðstöddum. Sýslumaður hóf mál sitt með þessum orðum: „Prófastinum okkar, sóknarprestinum, sem við öll höfum mæt- ur á og þykir vænt um, hefir þótt vel fara á þvi, að ég í þetta sinn flytti söfnuðinum yfirlit í kirkjunni, þetta siðasta lcvöld líð- andi árs, um helztu viðburði ársins.... Nú er ég læt til leiðast að koma fram sem samstarfsmaður vinar míns, prófastsins okk- ar, þá gjöri ég það fyrst og fremst vegna tilmæla hans og í fullu trausti þess, að þetta geti ekki lineykslað neinn, og i öðru lagi, og ekki veldur það minstu, að einmitt á þessum stað hefi ég fundið öldur samúðarinnar leika um mig frá ykkur Húsvíkingum og Þingeyingum öllum, þegar mín sorg var stærst. ... “ Þess skal getið, að einn sýslumaður hefir áður komið fram á líkan liátt, þvi að við vígslu Víkurkirkju 1934 talaði Gísli Sveins- son sýslumaður úr prédikunarstóli. Það væri æskilegt og gleðilegt, ef sem flestir álirifa- og valda- menn þjóðar vorrar vildu hefja samstarf við presta landsins, ekki sízt nú á hinum alvarlegu tímum, sem vér lifum á. Sigurgeir Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.