Kirkjuritið - 01.04.1941, Page 27
KirkjuritiS.
Hver ræður?
Hjarta mannsins upphugsar veg hans, en drottinn
stýrir gangi hans. (Orðskv. 16,9).
Hver er sá, sem öllu ræður? Er nokkurt afl bak við til-
veruna, sem haldi öllu, sem gerist, í hendi sinni, og vill
eitthvað með því öllu?
Oft hafa menn spurt þessarar spurningar. Þegar alt hefir
ieikið þeim í lyndi, hafa þeir spurt: Er ekki alt á valdi
hiinnar eigin ráðkænsku og dugnaðar — eða: Er ekki alt
tóm hending og tilviljun?
Og þegar gangan hefir verið þyngri, og lífið liefir virzt
iilgangslaust kvalræði, þá hafa menn líka spurt: Er nokkur
sá, sem ræður? Verður ekki hinn réttláti fyrir andstreymi,
en hinn guðlausi dafnar og gleðst? Hvar er réttlætið?
Meistaralega liefir spekingurinn forni, er orðskviðinn
niælti, svarað þessum spurningum: „Hjarta mannsins upp-
óugsar veg lians, en drottinn stýrir gangi hans.“
Fyrst er bent til frjálsræðis mannsviljans. Vér gerum
nætlanir fram í tímann, eftir þeirri reynslu, sem hinn liðni
timi veitir. Jarðyrkjumaðurinn hagar starfi sínu eftir árs-
tíðunum, og sker upp ávöxt iðju sinnar. Ferðamaðurinn
uætlar dagleiðir, og kemur að kvöldi í áfanga. Þannig má í
mörgum atriðum segja, að hver sé sinnar gæfu smiður, og
sannarlega eru hyggindi, forsjálni og ráðkænska eiginleik-
ar» sem eru ómetanlega mikils virði fvrir allan framgang
vorn i þessu lífi.
t*ó eru þessar gáfur ekki einhlítar. Alt getur þetta gengið
eftir áætlun — en alt getur líka farið á annan veg. Hvar
sem er getur rofnað kveðja liins venjulega orsakasam-
hengis, fyrir sterkari, aðsteðjandi orsakir, og ef einn hlekk-
Ur brestur, er niður fallinn sá árangur, sem hún átti að bera