Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Page 31

Kirkjuritið - 01.04.1941, Page 31
Kirkjuritið. P. S.: Lýður Guðs við grátmúrinn. 149 því fjandsamlegir, sein sjálfir vilja drotna. Þeim gagn- ar betur boðskapur hatursins. Fýrir nokkuru var Dr. Ivarl Bartb staddur i London. Sagði bann þá meðal annars þetta: „Það er ætlan Hitlers að taka æskulýðinn frá kirkjunni, svo að hún verði sam- télag gamalmenna, er bljóti að deyja út eftir svo sem 20—30 ár. Það verður ekki að tala um neitt kristilegt llppeldi eða mentun lijá þýzka ríkinu framvegis“. — Dr. Bartb talar um hið „nýja guðlausa Þýzkaland“. — Hann segir ennfremur, að öllum guðfræðiskólum játninga- kirkjunnar bafi verið lokað af leynilögreglu. 1 stað Prófessoranna við guðfræðideildir háskólanna hafi kom- ið ungir menn með hina nýju skoðun á hlutunum, og verki sínu illa vaxnir. Guðfræðistúdentunum við há- skóla þann, er Dr. Barth kendi við áður, liefir nú fækkað úv 400 niður í 27. — „í stað guðsdýrkunar í Þýzkalandi," segir Dr. Barth, „hefir nú komið þjóðernisdýrkun og tilbeiðsla kynstofnsins“. Já, mundi bún nú eiga við, hin spámannlega prédikun hans Páls — þessi: „Mennirnir eru því án afsökunar, þar sem þeir hafa ekki, þótt þeir þektu Guð, vegsamað hann eins og Guð, né þakkað honum, lieldur gjörst hé- gómlegir í hugsunum sínum og liið skynlausa hjarta þeirra lijúpast myrkri. Þeir kváðust vera vitrir, en urðu lieimskingjar. . . . Þeir liafa umhverft sannleika Guðs i tygi, og göfgað og dýrkað skepnuna í stað skaparans, hans, sem er blessaður að eilífu“ (Róm. 1, 20—25). Kirkja Ivrists er nú ofsótt víða um heim. Það spáir góðu um framtíð hennar, en hún hlýtur að halda áfram að vera krossberinn og sá, sem grætur yfir ófarsæld niannanna — grætur yfir þvi, að á komandi tímum skulu þjóðir enn þurfa að magna kveinstafi sina við grátmúr eyðilagðrar menningar og blóðstokkinna borga. Hlæjum við eða grátum? Berum við kross? Erum við salt jarðarinnar og ljós heimsins? Erum við bréf Krists, þekt og lesið af öllum mönnum? Pétur Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.