Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.04.1941, Qupperneq 32
Apríi. Kirkjur konunga á Bessastöðum. Nú hlupu úr 10 ár, svo að ekkert finst ínarkvert um kirkjuna. En mikið hefir luin hrörnað þau árin. 1768. Þá fer að vakna áhugi til gagngerðrar endurbyggingar. Vekur ólafur Stephensen amlmaður máls á því í 2 bréfum til Finns biskups. Set eg hér útdrátt úr þeim: 1. Fyrra bréfið ritað 11. okt. 1768. Sendir þar með lýsing Guð- laugs próf. af Bessastaðakirkju og Hvalnesskirkju (sem nú vantar), og telur hana rétta. Einliver ráð þurfi að finna til þess að geta bygt upp kirkjur þessar. Söknarkirkja sín á Bessastöðum sé svo illa sett, að til hennar leggist hvorki tíundir né ljóstollar. Þetta gangi til sóknarprestsins fyrir lýsing, vin og bakstur, og svo hafi verið frá alda öðli. Amtmaðurinn nefnir líka kirknaskattana til viðhalds Bessastaðakirkju, og nú líka lagðir á, til Hvalsnesskirkju, er var í konungseign. Eittlivað meira þurfi til fullkominnar endur- byggingar en siíka skatta, jafnvel þó að búast megi við slíkri skipun enn frá Danmörku. Til að létta á sliku, vill amtmaður að biskup leggi til Bessastaðakirkju andvirði muna frá niðurlögðum kirkjum, sem búið sé að selja eða verði selt — og leyft hafði verið að leggja til fátækra kirkna og fátækra presta, helzt í hverju héraði fyrir sig. 2. Síðara bréfið er dags. 17. apr. 1769. Amtmaður segir þar, að Bessastaðakirkja sé orðin mjög hrörleg („ganske forfalden"). Og að endurbyggja liana jafnstóra og nú kosti i minsta lagi 1200 rd. Varla geti maður liugsað, að steinkirkja („grundmuret" kirkja) verði hér bygð á kostnað konungs. Ekki megi minka kirkjuna, því að hún taki ekki allan söfnuðinn, sízt þegar mest er í sókninni af sjómönnum. Vitanlegt er, að síðan 1728 (= 1723?) hafa kirkj- tir landsins orðið að greiða 719 rd. 28 sk. til aðgerða Bessastaða- kirkju og áhöldum hennar. Skatturinn til endurbyggingar mundi því ekki verða smáræði. Loks segir amtmaður: Kirkja þessi (með vissu kórinn) er bygð 1617, þegar Herluff Daa var liér höfuðsmaður. Bessastaðakirkja er því 152 ára, og þar með bæði elzta og versta (,,Daarligste“)

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.