Kirkjuritið - 01.04.1941, Blaðsíða 41
KirkjuritiSS. Boðskapurinn forni mn sj'nd og náð. 159
alt ónýtt, ef hjarta þitt er ekki rétt gagnvart Guði. Það eitt vegur
á skálum Guðs.
Farisearnir höfðu nógu fallega áletrun. Þeir voru guðræknis-
flokkur þeirra tíma. En hvað segir Jesús um þá? „Þú, blindur
I'arisei, hreinsaðu fyrsi bikarinn að innan, til þess að hann verði
hreinn að utan.“
Það kemur fyrir, að kaupmaður í smábæ, sem finst vera að
áraga úr aðsókn að búðinni, lætur mála hana og setj upp nýtt,
skrautlegt nafnspjald. En svo þegar komið er inn í búðina til
t>ess að verzla, þá kernur það i ijós, að þetta er sama rusla-
kompan eins og áður. Það, að verða kristinn maður, er ekki i
Þvi fólgið að búa til á sig nýtt nafnspjald eða að láta mála
^amta fúahjallinn. Það er að verða alveg nýr maður í samfélag-
inu við Krist Jesú.
Peres þýðir: Þitt ríki er deilt og gefið Medum og Persum.
Belsazar hafði átt þetta ríki. Hann hafði fengið að kynnast
v*lja Guðs. Hann hafði séð það, hvernig Nebúkadnesar föður
Iians var refsað fyrir synd sína. Hann vissi nóg um Guð til þess
þekkja, að Guð er réttlátur og refsar fyrir syndir. Hann hafði
kunnað að beygja sig.
En hann hafði ekki lítillætt sig. „Og þú, Belsazar, sonur hans,
hefir ekki lítillætt hjarta þitt, enda þótt þú vissir alt þetta“. Hann
hekti Guðs vilja, en hann breytti ekki eftir honum. Þess vegna
iok Guð ríkið af honum og gaf það öðrum.
Guð hafði einu sinni búið ísrael hjálpræði. Hann hafði gefið
heim fyrirheitsorð. Hann hafði sent þeim þjóna sína og loks
jafnvel son sinn eingetinn. En þejr þáðu ekki boðið. Þeir for-
hertust. Þeir misþyrmdu sendimönnum hans, og son hans tóku
þeir af lífi. En þá kom refsidómurinn yfir þá með allri hörku
smni. Þeir mistu ríkið, sem þeir áttu einu sinni. Jesús sagði:
>.Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þjóð, sem ber ávexti
þess.“
Það varð. Hjálpræðið fór til heiðingjanna. Fagnaðarboðskap-
*nn höfum við heyrt eins og þeir. En þeim varð það ekki að
neinu liði, af því að því var ekki veitt viðtaka í trú.
Vinur minn! Hvernig fer um þig? Þú hefir heyrt fagnaðarboð-
skapinn, ef til vill síðan þú sazt í skauti móður þinnar. En hefir
hú bandað því frá þér? Sá dagur mun koma, að þú átt ekki
lengur kost á því. Ef til vill er siðasta boðið sent þér i dag.
Einu sinni áttir þú rúm þitt á himnum, búið þér af Guði sjálf-
um áður en veröldin var grundvölluð. En þú sintir ekki boðinu,
hú tróðst kærleika Jesú undir fótum þér. Þess vegna ert þú glat-