Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 4
Apríl.
Kraftaverk trúarinnar.
Synodusprédikun flutt á Akureyri 26. júní 1941 af
séra Sveini Víking.
Bæn:
Friðarins Guð, hin hæsta hugsjón mín,
höndunum lj'fti eg i hæn til þín.
Kraftarins faðir, kraftaverkið gjörðu,
gefðu mér dýrðar þinnar sólarsýn....
Texti: Mark. 5. 21—24, 35—43.
Vér lifum nú á háskalegum tímum, örlagaþrungnum
og viðsjálum. Öll veröldin þjáist og stynur. Hún er eins
og sjúklingur, sem byltist í óráði og hitaflogum, og eng-
inn veit nú, hvenær sjúklingnum muni batna, eða hvort
honum muni batna. Uggur og ótti, vonleysi og kvíði læsir
sig nú, að vonum, um margra lmg. Þolir veröldin, þolir
hinn þjáði sjúklingur þetta voðalega áfall, sem styrjöldin
veldur? Verður liún örkumla vesalingur, sem staulast á
hækjum og við vonarvöl gegnum hin komandi ár? Eða,
kemur hún út úr hinni ægilegu eldraun hraustari og heii-
brigðari en áður og ónæmari fyrir þeirri sýkingu ofheldis
og haturs, sem nú þjáir hana? Enginn veit. En máske
gjörast kraftaverk þjáðri veröld til bjai’gar, þegar verst
horfir og mest ríður á. Máske verða liinar hrylíilegu og
blóðugu styrjaldarfórnir ekki með öllu færðar til ónýtis.
Vér vonum öll og biðjum, að svo megi verða. Vér trúum
enn á kraftaverk. Án slíkrar trúar væri lífið óhærilegt.
Texti minn í dag bendir oss á kraftaverkið, undursam-
lega hjörgun í ítrustu neyð. Jairus, einn af samkunduhús-
stjórum Gyðinga kemur til Jesú til þess að biðja liann að
bjarga því, sem liann heitast unni, barninu sínu, sem þá