Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 6
108 Sveinn Vikingur: Apríl. barninu. MeÖ Ijóma vonarinnar í augum og styrk trúar- innar í hjarta heldur hann aftur heimleiðis í fvlgd með Jesú, og þó veit liann þá, að hið óttalega hefir skeð — barnið er dáið. Það er ekki að ófyrirsynju, að postulinn nefnir trúna kraft Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir. Oss er jafnan þörf á því, og nú er það brýn nauðsyn, að reyna að skilja, hvílíkt verðmæti og hnoss trúin er. Trúin breytir ekki aðeins viðhorfi voru til lífsins, og lijálp- ar oss til að greina betur hin sönnu verðmæti þess frá soranum og hisminu, heldur opnar og trúin farvegu fyrir huldar orkulindir, sem þá streyma til vor með blessun og hjálp og líkn. Vér verðum bjartsýnni, framtakssam- ari og hæfari til starfs, i hvaða stétt sem vér störfum. Verið þess fullviss, og efist aldrei um það, að máttug andleg öfl umkringja oss á alla vegu. Guðleg elska, máttur og dýrð lykja um oss eins og liuldir eilífir armar. En trú vor sjálfra, liún er skilyrði þess, að vér geturn veitt þess- um gæðum viðtöku. Hún er brúin milli vor og Guðs. Með vantrúnni eða trúleysinu erum vér stöðuglega að útiloka sjálfa oss frá kraftinum af liæðum, sem vill hjálpa oss. Slík útilokun frá vorri hlið, og vanrækslan og tóm- lætið vfirleitt um hið trúarlega uppeldi fólksins, er þegar að verða stærri ógæfa og víðtækara vandamál en vér hing- að til höfum gjört oss ljóst. Og þegar trúarþráin, sem öll- um er í eðlið borin, fær ekki eðlilega framrás og full- nægju, þá brýzt hún fram á öðrum sviðum, og getur þá bæglega, i höndum óvandaðra manna, orðið að háskalegu ofstæki. Og þetta er að gjörast í einræðisríkjum álfunnar nú. Eðlileg framrás trúarþrárinnar hefir þar verið hindruð og lienni þrýst inn í farvegu ofstækisfullrar foringjadýrk- unar og blindrar tilbeiðslu ofbeldishugsjónarinnar. Og þetta hefir verið gjört af valdhöfunum af yfirlögðu ráði og vitandi vits. Þjóðfélagsbvltingarnar voru straks gjörðar að einskonar trúarhreyfingum. Og jafnframt var ráðist

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.