Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 14
116 Þorvaldína Ólafsdóttir: Apríl. hér heima. En fegursta minnisvarðann reisti hún sjálf með sinni náðarriku trú og fórnfúsa kærleiksstarfi í hug og hjarta samferðamannanna. Ég enda þessi minningarorð með því að láta hana sjálfa tala. 1 formála sínum fyrir bók sinni „Daglegt Ijós á dag- legri för“ skrifar hún á þessa leið: „Aldrei hefir neitt verk verið mér eins unaðsríkt eins og að umrita þessa litlu bók á mál okkar; ég liefi aldrei gert neitt verk með eins mik- illi von um blessunarríkan ávöxt fyrir þjóð mina. Aldrei elska ég land mitt og þjóð eins innilega, eins og þegar ég legg hana fram fyrir Guð í bæn um, að liann blessi alla liennar vegi, og bæti úr öllum hennar þörfum, en um fram alt annað, frelsi sálarinnar inn í sitt ríki. Emil Zola sagði skömmu áður en hann dó: „Ekkert getur frelsað Frakk- land nema Kristur“. Ekkert getur frelsað Island nema Kristur, Kristur eins og liann er kendur í Heilagri ritn- ingu: Gyðingum hneyksli, Grikkjum heimska, en kraftur Guðs til sáluhjálpar hverjum, sem trúir. Þitt nafn er, Jesú, unun öll, það aumra stöðvar tára föll, það auðgar andann snauða. Það gefur sekum von um vægð, það veitir sjúkum frið og hægð, það lér oss líf í dauða“. Blessuð sé minning Ólafín Jóhannsdóttur. Þorvaldína Ólafsdóttir. Prestahugvekjurnar. Þeir prestar, sem ætla að senda hugvekjur en eru ekki enn búnir að því, eru beönir að láta sendingu þeirra ekki dragast lengur. Má gjöra ráð fyrir því, að prentun verði hafin þegar í vor. Cand. theol. Jóhannes Pálmason hefir verið kosinn prestur i Staðarprestakalli í Súgandafirði. Séra Stefán Snævarr hefir verið kosinn prestur Vallaprestakalls í Svarfaðardal.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.