Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 8
110 Sveinn Vikingur: Apríl. tíð hverrar lýðræðisþjóðar veltur þessvegna á því, að hún heri gæfu til að eiga, elska og trúa á stórar hugsjónir — hugsjónir, sem hrenna eins og hjartir vitar, og laða hugi hins frjálsa lýðs í eina átt. En, hver ætti þá að vera liin sameiginlega meginhug- sjón allra lýðfrjálsra þjóða? Spámenn skapa lmgsjónir, ekki spekúlantar. Og spámaðurinn æðsti, drottinn Jesús Kristur, liann hefir skapað og gefið öllum mönnum og þjóðum æðstu, fegurstu og göfugustu hugsjönirnar, sem enn lýsa þessa jörð. Þessvegna segi ég: Vinnum öll sam- huga að því að skapa kristið þjóðfélag, þar sem hugsjónir og trú Jesú Krists eru blysið mikla, sem horið er liátt í fylkingarbrjósti, þar sem markmiðið er siðmenning, ekki valdmenning, göfgun vors eilífa anda og framför í góð- leika og í trú, en leiðin að markinu það lýðræði, sem á hverjum tíma er talið hezt tryggja lífsrétt og þroska hvers einstaklings. Þetta er í mínum augum það, sem veröldin, og vor eigin þjóð ekki sízt, á og verður að keppa að, og keppa að strax, áður en það er orðið um seinan. Vér megum einskis láta ófreistað nú til þess að heina hugsun og trúarþrá þjóðar- innar inn á þær brautir og að þeim hugsjónum, sem vér vitum vera sannastar, hollastar og beztar. Þjóðina vantar ekki nú fyrst og fremst fé, ekki heldur þurra skólafræðslu. En hana vantar ást á stórri sameiginlegri Imgsjón. Hana vantar trú, sem kveikir eld áhuga, fórnfýsi og sjálfsvirð- ingar í hverju brjósti. Kristur gaf oss hina æðstu bugsjón. Og trúarþráin, bún er ennþá til og blundar i þjóðareðl- inu. Hún bíður aðeins eftir nýrri snertingu, svo að hún vakni og verði máttug á ný. Valdbafar þjóðarinnar hafa alt frá tímum siðaskiptanna orðið til þess að svæfa þessa þrá og hindra eðlilega fram- rás hennar með því að svifta þá stofnun, sem álti að vekja hana og glæða, eignum og starfskröftum og slíta starf hennar meir og meir úr tengslum við þjóðlífið sjálft, með því að taka í sínar hendur fjöldamörg þau störf, sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.