Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Kraftaverk trúarinnar. 111 kirkjan hafði áður haft með höndum og átt frumkvæði að. En margt bendir nú á, að viðhorfið til kirkjunnar sé að breytast. Og skilningurinn mun vaxa á þeirri hættu, að vanræksla trúarþrárinnar geti einnig hér hjá oss orðið til þess, að hún brjóti sér nýjar leiðir og beinist inn á háskalegar villugötur, eins og þegar hefir átt sér stað í Onræðisríkjunum. Þessir háskalegu og viðsjálu tímar, þeir hrvllilegu at- ÍHirðir, sem daglega eru að gjörast, það ástand, sem skap- ast hefir, einnig með vorri eigin þjóð, og mörgum veldur að vonum áhyggjum og kvíða — alt þetta sýnir ljóslega þörf þjóðarinnar nú á andlegri vakningu og á auknu sið- terðilegu og lmgsjónalegu uppeldi. Hér blasir við ekki aðeins hið mikla framtíðarverkefni hinnar íslenzku kirkju, heldur snertir þetta mál einnig ríkisvaldið sjálft, skólana, heimilin, já, hvern einasta hugsandi mann. Ég minni á þetta nú, er prestar hinnar íslenzku kirkju eru hér saman komnir, undir forustu biskups sins, til þess að halda hina árlegu synodu. Alvara þessara tíma, hsetturnar, sem nú steðja hvarvetna að, vandinn rriikli, sem vor ástkæra þjóð nú er stödd í — alt þetta hlýtur að hnýja oss til umhugsunar og alvöru, og til sameiginlegrar 'eitar að úrræðum og hjálp. En það er ekki aðeins vor eigin fámenna þjóð, sem nú er áhyggjufull um börnin sín. Frá brjóstum miljónanna Um víða veröld stigur nú bæn Jaírusar: Kom þú. áður en harnið mitt andast. Kom þú, áður en það verður myrt í faðmi mínum, af þeim blinduðu mönnum, sem nú gjöra Jörðina bölvaða og himininn sjálfan að blóðugu eldregni. Hvenær er helsjúkri veröld, livenær er oss öllum meiri þörf á krafti og styrk trúarinnar en einmitt nú? Hvenær hefir þjökuðu mannkyni verið það meiri lífsnauðsyn að trúa á lækninguna, trúa á kraftaverkið en einmitt nú? ^ertu ekki hræddur, trúðu aðeins. Það voru orð Jesú Erists á tima mikillar neyðar. Ivraftaverkið gjörist hvar- vetna þar, sem trúin er lieil og sterk, og vér eigum sjálf

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.