Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 13
Kirkjuritið. Ólafía Jóhannsdóttír. 115 Ég sá oft mikla birtu i svip Ólafíu Jóhannsdóttur, en aldrei meiri en í þetta sinn. Og þegar ég þakkaði henni samveruna þennan dag, svaraði hún: „Það er ég, sem á að þakka. Áður en þú komst, fanst mér ég hafa lifað dag- lan til einskis og bað Guð með tárum að senda mér hlut- Verk að vinna í þjónustu hans. Nú hefir hann bænheyrt nilg, nú er aftur bjart í sál minni“. Því, sem einkendi heimili Ólafíu, verður bezt lýst með °rðum hennar sjálfrar: „Hér inni er ekki neitt, sem ég a> á annan hátt en þann, ef ég get látið það verða ein- hverjum til góðs“. Annað einkenni, og þó í raun og veru hið sama, hafði þetta heimili: Þar var öllum gert jafn- hátt — eða jafnlágt — undir höfði, og þar gerðu sér allir siikt að góðu. >,Ólafía var ekki eins og fólk er flest, hún var eins og fólk er hezt“, sagði einn af vinum hennar að henni látinni. ,,Að kynnast henni var að koma auga á geisla frá feg- l»'ð meistarans, sem liún helgaði starf sitt“, var vitnis- hiirður annars. Og þegar bók hennar „Aumastar allra“ kom út í Noregi, þar sem hún inti af höndum sitt mikla kserleikshlutverk, skrifaði einn af heztu ritdómurum Norð- »lanna um liana á þann hátt, að Ólafía ætti skilið Nobels- Vei'ðlaun fyrir ritið, svo mikil væri frásagnarlistin ein, llVað þá fy rir kærleiksverkið, sem staðreynd að baki. Ólafía Jóhannsdóttir andaðist i Noregi, eins og kunnugt er 21. júní 1924, en ríkisstjórn Islands símaði eftir líki hennar að ósk vina hennar i Reykjavík, og því hvíla jarð- »eskar leifar liennar í íslenzkri mold. Við kistu hennar hér töluðu tveir menn, sem hún sjálf mat mikils, séra ^jarni Jónsson, er lýsti henni og trú hennar og sérstak- ^ega því, hve langt hún hefði náð í helgun, og Sigurbjörn Gislason. Ólafía liafði oft minst á útför sína við hann °g beðið hann að tala yfir sér látinni, „en talaðu ekki um mig“, hafði hún sagt, „talaðu um frelsara minn“. Þá bæn »ppfylti hann trúlega. Minnisvarðar hafa Ólafíu verið reistir bæði í Noregi og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.