Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 32
Kirkjuritið.
Á vígsludegi Akureyrarkirkju.
„Þér 'munuð nieð fögnuði vatn ausa af lindum lijálp-
ræðisins“.
Smíðinni er lokið. Kirkjan gnæfir hátt vfir hæinn. Hún
hefir þegar verið vígð til helgrar þjónustu. Vér minnumst
þess með fögnuði í kvöld. Kristinn söfnuður Akureyrar-
bæjar fagnar nýrri kirkju. Ég hefi með mörgu móti orðið
þess var í dag. Jafnvel þeir, sem ekki komust inn í kirkj-
una til þess að vera viðstaddir hátíðlega vígsluathöfn, fögn-
uðu ýmsir kirlcju sinni eins og hinir, sem fengu þá ósk
uppfylta að vera vottar vígslunnan Þegar gamla kirkjan
var kvödd á sunnudaginn var, rifjuðust upp margar un-
aðslegar minningar og harmi þrungnar. Þú og ég eigum
minningar um fögnuð lífsins, bjartar vonir, í sambandi
við gömlu kirkjuna, og við eigum líka minningar um
brostnar vonir. Við kvöddum liana klökkum huga. Hún
liafði verið Guðs hús þessa safnaðar 77 ár. Undirbúning-
urinn hafði verið langur. Akurevringar höfðu um 14 ára
skeið barist fyrir því að fá kirkju reista í sínum unga bæ.
Þeir voru samtaka og fórnuðu miklu. Srníðin stóð rúm-
lega 3 ár. Daníel prófastur Ilalldórsson, sóknarprestur
Akureyringa, vígði kirkjuna 4. sunnudag eftir Trinitatis,
28. júnímánaðar 1863. — Við þá vígsluathöfn var 315
manns talið út úr kirkjunni. Hún rúmaði nærri því allan
söfnuðinn.
I dag er ný kirkja aftur vígð á Akureyri. Enn á ný var
söfnuðurinn samtaka, og enn á ný voru menn og konur
fús til framlaga. Við höfum átt hvern vökumanninn öðr-
um betri, og við vonum, að Guð gefi okkur þá einnig fram-
vegis. Við minnumst liinna látnu: Séra Guðmundar Helga-
sonar, er var fyrstur prestur á Akureyri, liins merka og
mæta þjóðlega klerks, og Þórhalls Bjarnarsonar, síðar
biskups, þó að örstutt skeið þjónaði hann þessum söfnuði.
Við minnumst í kærleika og með lotningu séra Matthíasar
Jochumssonar, eins hins mesta andans manns, er íslenzk